Það stefnir í líflega daga í Eyjum á næstunni þar sem nóg verður um að vera og fjölbreyttir viðburðir í boði.
Hér er yfirlit um helstu viðburði:
Fimmtudagur:
- „Ég skal syngja fyrir þig“ fer fram í Höllinni, þar sem Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna. Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikar hefjast 20.00.
Föstudagur:
- Hrekkjavakan byrjar kl. 18 og stendur til kl 20. Þá ganga börnin í hús, klædd í skemmtilega búninga, og safna nammi frá þeim heimilum sem taka þátt.
Kvennakvöld handboltans fer fram í golfskálanum. Húsið opnar 19:30 og byrjar fjörið kl 20:00. Hrund Scheving verður veislustjóri og mun Dr. Victor sjá um að halda uppi fjörinu.
- Í Eldheimum verða Stefanía Svavarsdóttir og Pálmi Sigurhjartason með tónleika. Húsið opnar kl. 19:30 og hefjast tónleikarnir kl. 20:30.
- Brothers Brewery verður með hrekkjavökupartý og veitir verðlaun fyrir flottustu búninga.
Laugardagur:
- Karlakvöld handboltans fer fram í Golfskálanum. Húsið opnar 19:30 og byrjar fjörið kl 20:00. Þórhallur Þórhallsson veislustjóri.