„Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir í 21 mánuð og reynt hef­ur verið til þraut­ar að ná kjara­samn­ingi, en óbil­girni út­gerðarmanna, hroki og græðgi koma í veg fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist,“ seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Sjó­manna­fé­lags Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og VM Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna.

Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far þess að fé­lög sjó­manna slitu viðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) en í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um var full­yrt að ef fall­ist yrði á kröf­ur fé­lag­anna hlypi kostnaður vegna þeirra á millj­örðum króna ár hvert. „Ef gengið yrði að kröf­um stétt­ar­fé­lag­anna, má ljóst vera að mörg fyr­ir­tæki gætu ekki staðið und­ir þeim og ein­stak­ir út­gerðarflokk­ar gætu jafn­vel lagst af.“

Þessu er vísað á bug í yf­ir­lýs­ingu þriggja fé­laga sjó­manna sem segja aðal­kröfu stétt­ar­fé­lag­anna hafa verið að „sama sé greitt fyr­ir sjó­menn í líf­eyr­is­sjóð og aðra lands­menn. Þessu hafa út­gerðar­menn al­gjör­lega hafnað en tjáð for­ystu­mönn­um sjó­manna að það sé í lagi þeirra vegna að sjó­menn greiði sjálf­ir fyr­ir hækk­un í líf­eyr­is­sjóð t.d með því að greiða hluta af auðlinda­gjöld­um út­gerðamanna.“

Áætla fé­lög­in að það kosti út­gerðarfé­lög­in um 1,5 millj­arð á ári að gang­ast við kröfu sjó­manna um hærri greiðslur í líf­eyr­is­sjóð til jafns við aðrar stétt­ir.

„Þegar samið var um aukið mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði lækkaði ríkið trygg­inga­gjaldið á móti, líka á út­gerðarfyr­ir­tæki. Útgerðarfyr­ir­tæki borga um 600 millj­ón­um minna í trygg­inga­gjald en þau gerðu á ár­inu 2016 þrátt fyr­ir þessa ráðstöf­un frá rík­inu vilja þau ekki hækka mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð til sjó­manna.“

Benda fé­lög­in meðal ann­ars á að hreinn hagnaður út­gerðarfyr­ir­tækja árin 2010 til 2019 hafi verið 209 millj­arðar króna. „Það er staðreynd að út­gerðarfyr­ir­tæki stór­græði, það er staðreynd að eig­end­ur þeirra stór­græði og það er staðreynd að eig­end­ur fyr­ir­tækj­anna vilja fjár­festa í flestu nema sínu starfs­fólki. Þau vilja eign­ast Ísland og auðlind­ir okk­ar án þess að greiða fyr­ir það.“