Pysjurnar loksins að lenda
Eftir mikla seinkun virðist pysjufjörið loksins vera að hefjast fyrir alvöru.
Fyrsta pysjan fannst 16. ágúst og í venjulegu ári myndi pysjunum fjölga smám saman eftir það og fjöldinn nà hámarki 2-3 vikum síðar. En ekkert hefur gerst fyrr en núna síðustu daga. Talið er að ætisskortur sé að valda þessari seinkun.
Nú hafa 20 pysjur verið skráðar inn á lundi.is og 15 þeirra hafa verið vigtaðar. Meðalþyngd þeirra er 262 grömm.
Pysjueftirlitið biðlar til bæjarbúa og annarra sem bjarga pysjunum að skrá þær inn á vefsíðuna lundi.is, ekki er nauðsynlegt að vigta þær, en skráningin gefur mjög mikilvægar upplýsingar um nýliðun hjá lundastofninum.
Lundinn er enn að bera síli í pysjuna og má því enn eiga von á þeim, þó að líklega verði þær ekki mjög margar í ár.
Þetta kemur fram á facebook síðunni hjá Pysjueftirlitinu.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.