Óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við skertar samgöngur

Bæjarstjórn ræddi stöðuna í samgöngumálum milli lands og Eyja. Lögð var fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með núverandi stöðu samgangna við Eyjar. Öllum er ljóst að Herjólfur III hentar ekki vel til siglinga í Landeyjahöfn en þrátt fyrir það útvegaði Vegagerðin skipið til afleysinga fyrir nýja Herjólf. Á sama tíma er ekkert flug til Vestmannaeyja og sú staða hefur komið upp að engar samgöngur voru í boði við Vestmannaeyjar. Slíkt er óásættanlegt.

Þessum áhyggjum hefur ítrekað verið komið á framfæri við innviðaráðherra síðastliðna mánuði, en þrátt fyrir það hefur ekkert orðið af flugi til Vestmannaeyja, en vonir voru sérstaklega bundnar við sértæka aðgerð m.a. á meðan nýi Herjólfur væri í slipp.

Bæjarstjórn ítrekar enn og aftur þá kröfu að ríkið styðji við að koma áætlunarflugi aftur á laggirnar til Vestmannaeyja. Það er óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við jafnskertar samgöngur og raun ber vitni. Í raun hafa hagstæð veðurskilyrði undanfarnar vikur komið í veg fyrir ófremdarástand.”

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.