Á dögunum bætti ÍBV við sig hinum 32 ára skoska miðverði Brian Stuart McLean en hann er annar miðvörðurinn sem ÍBV fær í félagsskiptaglugganum en enski varnarmaðurinn, David Atkinson samdi við félagið í síðustu viku.
McLean ólst upp hjá Rangers í Skotlandi en hefur spilað fyrir Motherwell, Dundee og fleiri lið á ferlinum. Síðasta tímabil var hann á mála hjá Hibernian í næst efstu deild í Skotlandi en þar kom hann einungis við sögu í tveimur leikjum.
Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á liði ÍBV en miðjumaðurinn Viktor Adebahr hefur snúið aftur til Svíþjóðar, Sigurður Arnar Magnússon og Breki �?marsson fara á láni til KFS, Hafsteinn Gísli Valdimarsson fer til Fjarðabyggðar og Renato Punyed fer á láni til ÍR. Avni Pepa fór einnig í glugganum en hann samdi við Arnedal í Noregi.
Felix �?rn og Arnór Gauti á leið til Noregs á reynslu
Felix �?rn Friðriksson og Arnór Gauti Ragnarsson, leikmenn ÍBV, munu á næstu dögum fara til Noregs á reynslu. Felix �?rn, sem er 18 ára gamall, fer til úrvalsdeildarliðsins Vålerenga en þangað hefur hann einu sinni áður farið á reynslu. Hinn tvítugi Arnór Gauti mun fara til Bodo/Glimt sem er í toppbaráttunni í næst efstu deild.