Í dag, laugardag klukkan 13:00 hefst Fyrirtækjamót Íþróttafélagsins Ægis í Íþróttamiðstöðinni. Alls hafa 27 lið skráð sig til leiks en tveir eru í hverju liði og þátttakendur því 54 talsins. Spilað verður boccia þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari en þess má geta að sérstök skammarverðlaun verða fyrir stigalægsta liðið.