Vinnuhópur, sem fer yfir þætti sem lúta að björgun fólks úr Herjólfi við Landeyjahöfn, á að skila niðurstöðum fyrir 10. janúar 2013. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli boðaði til fundar um öryggismál í Landeyjahöfn og þar var ákveðið að ráðast í þessa vinnu.