Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men með tónleika í kvöld
18. júlí, 2011
Í kvöld klukkan 21:00 munu þrjár af efnilegustu hljómsveitum Íslands halda tónleika á Prófastinum. Þetta eru sveitirnar Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men en tónleikarnir eru þeir fyrstu í hringferð sveitanna um landið. Miðaverð á tónleikanna er aðeins 1.000 krónur og óhætt að hvetja unnendur góðrar tónlistar að láta þessa tónleika ekki framhjá sér fara. Hér að neðan má hlusta á lög sveitanna þriggja.