Heilbrigðisstofnuninni Vestmannaeyjum er gert að skera niður rekstrarkostnað um 10 prósent á þessu ári og 5 prósent á næsta. Gripið var til þess að loka skurðstofunni tímabundið sl. sumar og starfshlutfall hjá starfsfólki var lækkað um 5 prósent. Þetta kom fram á starfsmannafundi sem framkvæmdastjóri hélt í síðustu viku til að skýra starfsfólki frá stöðu mála og horfur á næsta ári. Nú liggur fyrir að enn þarf að spara og á fundi með starfsfólkinu sl. vor var ákveðið að halda annan fund með haustinu.