Karlalið ÍBV tekur í kvöld á móti Fjölni í fallslag Pepsídeildarinnar. Sigur í dag væri kærkominn enda fallbaráttan gríðarlega jöfn og hörð. Leikmenn og forráðamenn ÍBV hafa óskað eftir því að stuðningsmenn liðsins láti sitt ekki eftir liggja, styðji við lið sitt af krafti og leggja þannig sitt af mörkum. Þá eru stuðningsmenn liðsins hvattir til að mæta í ÍBV búningi á leikinn, ekki síst yngri iðkendur félagsins.