Alvarlegt vinnuslys varð um borð í Gandí VE þar sem skipið lá við bryggju í Friðarhöfn föstudaginn 28. maí síðastliðinn. Maður sem var að vinna við dælu á millidekki, lenti með vinstri handlegg í dæluhjólinu þegar dælan fór skyndilega í gang. Handleggurinn er mjög illa farinn eftir slysið og var sá slasaði fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem má lesa hér að neðan.