Á fjórða hundrað manns mættu á fund í Höllinni um samgöngumál milli lands og Eyja sem haldin var í kvöld. �?ar var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Fundur um samgöngumál milli lands og Vestmannaeyja sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Fundurinn gerir eftirfarandi lámarkskröfu til samgönguyfirvalda:
1. Að þegar siglt er til Landeyjahafnar skulu ávallt vera 6 ferðir á dag að lámarki �?? alla daga ársins.
2. Að þegar verði hafnar rannsóknir á Landeyjahöfn með það að markmiði að bæta innsiglingu hafnarinnar þannig að hægt verði að nýta höfnina sem heilsárshöfn.
3. Að fargjöld til �?olákshafnar verði þau sömu og til Landeyjahafnar.
4. Að núverandi ferja verði áfram nýtt til fraktflutninga á milli lands og Eyja eftir að ný ferja kemur. �?á verði núverandi ferja einnig nýtt sem varaskip fyrir nýja ferju.
5. Að ávallt verði ákveðinn fjöldi bílaplássa frátekin fyrir heimamenn fram að degi fyrir brottför.
6. Að rekstur ferjunnar verði í höndum heimamanna og hagnaður af rekstrinum verði nýttur til að lækka fargjöld, auka þjónustu og skili sér þannig beint til heimamanna.
Samþykkt einróma þann 10.05.2017 á fjölmennum fundi í Höllinni, Vestmannaeyjum
Hér má sjá myndir frá fundinum.