Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna á föstudagskvöld, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu �?jóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. En þetta kom fram á
visi.is í gær.
Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum.
�??�?etta er mesta magn sem hefur fundist á �?jóðhátíð og í tengslum við �?jóðhátíð frá upphafi. �?etta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. �?etta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,�?? segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
�?að voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. �??�?að var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. �?að er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,�?? segir Páley.
Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.