Merkilegt ár að baki hjá mér að mörgu leiti, en í minningunni hjá mér mun 2012 vera t.d. fyrsta árið í 35 ár, sem ég veiði engan lunda. Var reyndar boðið að fara norður í land, en með svo stuttum fyrirvara að ég sleppti því. Það kom mér hins vegar ekki á óvart hversu mikið var af fugli við Eyjar í sumar.