Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð um veiðar á loðnu föstudaginn 5. febrúar sl. Eftir mælingar á loðnustofninum í lok janúar veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 127.300 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 66.300 frá fyrri ráðgjöf. Þá var ákveðið að freista þess að ná nýrri mælingu og til verkefnisins fengin sex uppsjávarskip ásamt báðum rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar. Um er að ræða umfangsmestu loðnuleit í seinni tíð. Niðurstöður sýndu að heldur meira magn loðnu sé á hafsvæðinu en mælst hafði í fyrri leiðöngrum. Með reglugerðinni sem Kristján Þór undirritaði er íslenskum skipum
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.