Mikil stemning á Hljómey

Tónlistarhátíðin Hljómey fór fram í þriðja sinn hér í Eyjum í gærkvöldi. Alls opnuðu 17 heimili og staðir dyr sínar fyrir tónlistarfólki og gestum í ár, þar sem 16 ólík tónlistaratriði komu fram á mismunandi stöðum yfir kvöldið. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta, var á staðnum og fangaði stemninguna í myndum. (meira…)
Sumardagurinn fyrsti – Frítt í sund og söfn

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, verður sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur. Sumardagurinn fyrsti markar upphaf íslensks sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu og er alltaf haldinn á fimmtudegi. Í tilefni dagsins verður frítt í sund, ásamt í Eldheima og Sagnheima. Opnunartímar: Sundlaugin verður opin frá kl. 09:00 til 17:00 Sagnheimar verður opið frá kl. 12:00 til 15:00 […]
Öflugur alhliða byggingaverktaki í heimabyggð

Steini og Olli byggingaverktakar ehf er stofnað árið 1988 af tveimur húsasmíðameisturum, Ársæli Sveinssyni og Steingrími Snorrasyni. Fyrirtækið er í dag í eigu hjónanna Esterar S. Helgadóttur og Magnúsar Sigurðssonar. Er hann einnig framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur verið frá árinu 2002. Þau eru til húsa að Flötum 19 þar sem Netagerð Ingólfs var til húsa […]
Skipalyftan: Þjónar bæði byggingariðnaði og sjávarútvegi

„Skipalyftan hefur rekið verslun í langan tíma og í dag erum við með verslun sem þjónar fleiri greinum heldur en sjávarútveginum t.d. byggingariðnaðinum,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Skipalyftunnar. Verslunin er í húsi fyrirtækisins inni á Eiði og er vöruúrval meira en margan grunar. Og alltaf eru reynsluboltarnir, Tómas Hrafn Guðjónsson og […]
Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum

Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í […]
Sjálfvirknin orðin meiri í fiskvinnslunni

Richard Bjarki Guðmundsson rafvirki hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá janúar 2012 eða í um 13 ár. Rikki eins og hann er oftast kallaður er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1980 og er giftur Ástu Hrönn Guðmannsdóttur, hárgreiðslukonu og saman eiga þau þrjú börn; Söru Dröfn, Birnir Andra og Heklu Hrönn. Að loknu stúdentsprófi […]
Óskar og Lauga og börn una sér vel á Nýja Sjálandi

Óskar Sigurðsson og Gunnlaug Sigurðardóttir eru fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en hleyptu fljótt heimdraganum og hafa í dag gert heiminn allan að starfsvettvangi sínum. Hafa sett sig niður á Nýja Sjálandi í bænum Tauranga þar sem þau hafa byggt upp kirkju og söfnuð og una hag sínum vel með börnunum þremur. Benjamín er 27 […]
Feðgarnir Grétar og Guðjón

Ég byrjaði 1962 að vinna í rörunum og sjálfstætt frá árinu 1972. Ég lærði hjá Sigursteini Marinóssyni í Miðstöðinni. Þetta eru orðin heil 63 ár,“ segir Grétar Þórarinsson, pípulagningameistari sem enn er á fullu þó orðinn sé 84 ára. ,,Maður er kannski eitthvað farinn að slá af en áhuginn heldur manni gangandi,“ bætir hann við […]
World Class kemur til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði. Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar […]
Fimleikafélagið Rán hafnaði á verðlaunapalli

Fimleikafélagið Rán tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var um núverandi helgi. Félagið sendi þrjú lið til keppni, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki. Þriðji flokkur yngri náði frábærum árangri og hafnaði í 3. sæti á mótinu. Þó svo hin liðin tvö hafi ekki komist á verðlaunapall að þessu sinni, […]