Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá  13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]

Sæunn Lúðvíksdóttir, kokkur á sjó í 11 ár

Við Gunni byrjuðum að búa saman á vistinni við Stýrimannaskólann í Eyjum, innan um öll þessi testosterabúnt og galsafulla peyja í skipstjórnarnámi. Ruðningsáhrifin frá þeim áttu það til að vera töluverð, stundum barið í borðið og svo tróðu þeir neftóbaki í bílförmum í nefnið á sér. Um vorið fluttum við í blokkaríbúð í Áshamri og […]

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir: Sögur af sjó

Í hvert sinn sem ég stoppa til að fá mér kaffi á verkstæði Icecool í Gagnheiðinni á Selfossi er tekið hressilega á móti manni, þar er töluð íslenska og það er töggur í mannskapnum. Þarna birtast manni hestöfl og kraftur hugans í öflugum rekstri og næmri þekkingu til að leiða afl vélarinnar út í hjöruliðina. […]

Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Andlát: Óskar J. Sigurðssson

Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, lést þann 25. júní á heimili sínu á Selfossi, 87 ára að aldri. Óskar fæddist á Stórhöfða þann 19. nóvember árið 1937. Foreldrar hans voru þau Sigurður Valdimar Jónathansson, sem starfaði bæði sem vitavörður og veðurathugunarmaður, og Björg Sveinsdóttir. Óskar hafði djúpan áhuga á náttúrunni og […]

Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega […]

Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]

Netaveiðar fyrr á tímum og nú

Þegar ég var drengur fór ég oft á sjó með pabba, Friðriki Ásmundssyni. Hann var oftast með báta sem Fiskiðjan átti. Ég fór á sjó þegar veitt var á línu, net og líka á trolli, ég man eftir því að ég fór með honum á Reyni VE 15 og það var veidd síld í nót. […]

Kaffispjall og siglt inn í sólina að morgni dags

Pabbi hafði eitthvað verið á sjó þegar hann var yngri. Hann reri á netavertíð en var lærður járnsmiður. Hans sjómennska var viðhald og viðgerðir á bátum, er laghentur, lagar hlutina á sinn hátt en það virkar,“ segir Sigurður Bragason, trillukarl um föður sinn Braga Steingrímsson, skipstjóra og útgerðarmann á Þrasa VE. Bragi byrjaði að gera […]

Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.