Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]
Safnahúsið er menningartorg Vestmannaeyja

Gígja Óskarsdóttir tók við stöðu safnstjóra Sagnheima 1. janúar 2024. Gígja er þjóðfræðingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Gígja útskrifaðist með BA-gráðu í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og fjallaði lokaritgerð hennar um sögu lundaveiða í Vestmannaeyjum. „Ég reyndi að hafa námið í þjóðfræðinni sem fjölbreyttast. Tók m.a. kúrs í afbrotafræði og tók […]
Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]
Helgistund í Stafkirkjunni markaði lok jólanna

Í dag var haldin hin árlega þrettánda helgistund í Stafkirkjunni hér í Eyjum, þar sem gestir komu saman til að njóta kyrrðar og hátíðlegrar stundar. Tríó Þóris Ólafssonar lék og söng fyrir gesti. Séra Guðmundur Arnar Guðmundsson flutti hugvekju, þar sem hann hvatti gesti til að líta til baka með þakklæti og horfa fram á […]
Vel heppnuð Þrettándagleði

Þrettándagleði ÍBV fór fram með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sjá mátti jólasveina, tröll, álfa ásamt ýmsum kynjaverum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og fylgdi göngunni eftir og smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gleðinni. (meira…)
Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997. Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]
Eyja skólastjóri – Börn eru bara svo dásamleg

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli þann 10. október síðastliðinn. Kirkjugerði hefur átt langt og farsælt starf í gegnum árin og langaði okkur að fá að heyra aðeins í fólkinu sem starfar og tengist Kirkjugerði. Við byrjuðum á að ræða við Eyju Bryngeirsdóttur núverandi leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja byrjaði leikskólastarfsferil sinn í upphafi í leikskólanum Rauðagerði […]
Gunnhildur í Flamingo

Gunnhildur Jónasdóttir ásamt dætrum sínum þremur, Ernu Dögg, Tönju Björg og Hjördísi Elsu. Gunnhildur Jónasdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Flamingo fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og viðskiptavinum, 35 ára afmæli Flamingo í nóvember með pompi og prakt þar sem boðið var upp á tískusýningu, afslætti og léttar veitingar. Við fengum að spyrja Gunnhildi nokkurra spurninga. Fjölskylda: Ég […]
Nýja árinu fagnað með stæl

Eyjamenn tóku á móti nýja árinu með stæl á gamlárskvöldi, en mikið var sprengt og lýstu flugeldar upp himininn. Þrátt fyrir kulda var veðrið afar stillt og fallegt, sem gerði flugeldunum kleift að njóta sín til fulls. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta náði að fanga þessa stórkostlegu ljósadýrð á mynd og ljóst er að Eyjamenn […]
U-19 landslið hlaut silfur á Sparkassen Cup

Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson. U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag. Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir […]