Íslands- og bikarmeistari við stjórnvölinn í Deloitte

Vigdís Sigurðardóttir sem stýrir Deloitte í Vestmannaeyjum er fædd og uppalin Eyjakona. Hún gerði garðinn frægan sem markmaður í handboltanum með landsliðinu og varð Íslands- og bikarmeistari með bæði ÍBV og Haukum. Maður hennar er Erlingur Richardsson þjálfari í handbolta. Börnin halda uppi merki þeirra, Sandra spilar með Metzingen í þýsku Bundesligunni, Elmar með Nordhorn […]
Lögmannstofa og fasteignasala Vestmannaeyja

Í byrjun árs 2000 stofnuðu þeir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason báðir hæstaréttarlögmenn og löggiltir fasteignasalar saman fyrirtækið Lögmannsstofa Vestmannaeyja og Fasteignasölu Vestmannaeyja sem þeir hafa rekið saman síðan. Fasteignasöluna á tíma í samstarfi við Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur. Jóhann hafði þá áður verið í sama rekstri í tæp 10 ár. Jóhann á því nær 35 […]
Brjóstagjafabókin: Handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla

Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur gaf nýverið út ásamt kollegum sínum bókina, Brjóstagjafabókin sem er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla sem vilja styðja við konur í brjóstagjöf. Veitir m.a. annars leiðbeiningar um hvernig best sé að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf og praktísk ráð fyrir fyrstu dagana. Einnig er fjallað ítarlega […]
Kristín hjá Deloitte: 44 ára starfsreynsla

Kristín Gunnarsdóttir er Eyjamaðurinn að þessu sinni, en hún er starfsmaður hjá Deloitte þar sem hún hefur starfað í bráðum 44 ár. Kristín hefur margra ára reynslu hjá fyrirtækinu og er sannkölluð fyrirmynd í starfi, þar sem hún hefur ávallt sinnt starfi sínu að mikilli fagmennsku. Er við hæfi að hún sé Eyjamaðurinn í blaði […]
Erlingur nýr þjálfari meistaraflokks karla í handbolta

Erlingur Birgir Richardsson mun taka við þjálfun ÍBV meistaraflokks karla á næsta tímabili eftir að hafa gert tveggja ára samning , en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Með þessari ráðningu snýr Erlingur aftur í sitt gamla hlutverk innan félagsins, en hann hefur áður stýrt liðinu af miklum krafti og árangri. Hann tekur við […]
Myndir af veðrinu síðastliðna daga

Veðrið hér í Eyjum hefur leikið Eyjamenn grátt upp á síðkastið þar sem hvassviðri og mikill öldugangur hefur sett svip sinn á daglegt líf. Afleiðingarnar hafa meðal annars verið takmarkaðar siglingar milli lands og Eyja sem hafa sett strik í reikninginn hjá þeim sem hafa þurft að ferðast á milli. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta náði […]
Sjötti flokkur karla bikarmeistarar

Rétt í þessu tryggði 6. flokkur karla eldri sér bikarmeistaratitil eftir glæsilegan sigur á ÍR í afar jöfnum og spennandi leik. Strákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, en lokatölur leiksins urðu 11-8 ÍBV í vil. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir liðið og frábær viðurkenning á þeirri miklu vinnu og […]
,,Fataskápar” á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað. Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á […]
Opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir Þjóðhátíð

Opnað verður fyrir bókanir í Herjólf fyrir dagana í kringum Þjóðhátíðina kl 09:00 í dag, samkvæmt heimasíðu Herjólfs. Farþegar eru hvattir til að tryggja sér pláss með fyrirvara, bæði fyrir sig sjálfa og farartæki ef við á. Hægt er að kaupa miða bæði á heimasíðu Herjólfs og á dalurinn.is. Hér fyrir neðan má sjá siglingaráætlun […]
Dagur einstakra barna

Á morgun, 28. febrúar verður haldin glitrandi dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast glitrandi fatnaði eða bera glitrandi hlut. Dagurinn er helgaður sjaldgæfum sjúkdómum þar sem athygli er vakni á þeim og þeim áskorunum sem einstaklingar með slíka sjúkdóma og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var fyrst haldinn […]
