Hálfnaðir í fertugasta ralli Hafró

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Frá þessu er greint á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Hefjum seinni hálfleik á austursvæðinu Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í […]
Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum

Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sameiginlega lagt fram aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára. Aðgerðirnar styðja við sameiginlegt markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að vaxandi velsæld, með auknum kaupmætti og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Heildarumfang aðgerðanna er allt að 80 milljarðar króna á […]
„Tæknin felur í sér margvísleg tækifæri“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt frumvarpinu verður bætt inn í lögin ákvæðum um fjarheilbrigðisþjónustu, skýringum á þeirri þjónustu sem flokkast þar undir ásamt ákvæði um upplýsingaöryggi. „Miklar framfarir hafa átt sér stað í fjarheilbrigðisþjónustu síðustu ár. Tæknin felur í sér margvísleg tækifæri og er mikilvægur […]
Ein ferð í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15. Því miður passar ekki áætlunarferð Strætó við ferð seinnipartinn í dag, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. þar sem einnig er hnykkt á að þetta séu einu ferðir kvöldsins. Hvað varðar siglingar […]
Helga Sigrún ráðin í stöðu deildarstjóra

Vestmannaeyjabær hefur valið Helgu Sigrúnu Ísfeld Þórsdóttur í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Alls sóttu sex umsækjendur um en einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Helga Sigrún lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á yngri barna svið árið 2003, Dipl.Ed. gráðu í uppeldis og menntunarfræði með áherslu […]
Að auglýsingasala RÚV verði stafræn

Menningar- og viðskiptaráðuneytið birti í gær skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins. Markmið með skipan hópsins var annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði og hins vegar að skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í […]
Fleiri hleðslustöðvar í burðarliðnum

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir fyrirhugaðar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024, á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar. Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir uppsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð voru fram drög að forgangsröðun að uppsetningu […]
Ný útgáfa nafnskírteina

Útgáfa á nýjum nafnskírteinum er hafin hjá Þjóðskrá Íslands í takt við auknar öryggiskröfur sem gerðar eru til persónuskilríkja. Nýju nafnskírteinin eru fullgild persónuskilríki og geta íslenskir ríkisborgarar á öllum aldri sótt um nafnskírteini og notað þau til auðkenningar. Einnig verður hægt að sækja nafnskírteini sem ferðaskilríki sem hægt verður að nota innan EES-svæðisins. Hægt […]
ÍBV í bikarúrslit

ÍBV og Haukar mættust í undanúrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Eyjamenn leiddu leikinn frá upphafi og sigruðu nokkuð örugglega, 33-27. Fjórir leikmenn ÍBV skoruðu sex mörk. Þeir Daniel Vieira, Elmar Erlingsson, Kári Kristján Kristjánsson og Arnór Viðarsson. Dagur Arnarsson skoraði fjögur og Petar Jokanovic stóð sig vel í markinu og varði […]
Hollvinasamtök Hraunbúða hljóta viðurkenningu

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Í ár voru það Hollvinasamtök Hraunbúða sem fengu viðurkenningu Öldrunarráðs. Eins og flestir Eyjamenn vita eru hollvinasamtökin félag sem styrkir hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum með gjöfum og ýmsum viðburðum fyrir íbúa og aðstandendur. Félagið var […]