Dýpið mælt í hádeginu

Alfsnes_DSC_1851

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gerum við ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott næstu daga. Ef dýpi er nægt og ef dýpkun gengur […]

Ríkið greiðir 60%

Nausth_horgeyrarg_IMG_4834

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku var samgönguáætlun 2024-2028 á dagskrá. Á fundinum lagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fram bréf frá Vegagerðinni er varðar fjárveitingu til hafnarframkvæmda 2024. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins og staðfesta við Vegagerðina að hafnarsjóður muni standa undir heimahluta framkvæmdakostnaðar. Hér […]

Vilji allra að veita foreldrum góða og trausta þjónustu

ráðhúsið_börn

Líkt og greint var frá á föstudaginn síðastliðinn gætir talsverðrar óánægju hjá foreldrum barna sem reiða sig á heimgreiðslur á meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Um er að ræða greiðslur til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldri. https://eyjar.net/heimgreidslur-ekki-ad-skila-ser/ Eyjar.net bað Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa og varaformann fræðsluráðs um  að útskýra fyrir lesendum Eyjar.net um hvað málið […]

Kjöraðstæður til dýpkunar framundan

lan_alfsn

Ölduspáin lítur vel út til dýpkunar í Landeyjahöfn næstu dagana og raunar alveg fram að næstu helgi. Norðlægar áttir eru í kortunum og er gert ráð fyrir að ölduhæð fari niður í 0.5 metra við Landeyjahöfn, þegar best lætur. Það ætti því að vera hægt að dæla töluvert af sandi af siglingaleið Herjólfs út vikuna. […]

Hlýjast í Surtsey

surtsey_ads

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Þetta segir í yfirferð Veðurstofunnar yfir tíðarfar í janúar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,0 stig. Lægstur var meðalhitinn við Sátu norðan Hofsjökuls, […]

Taka 2: Haukar – ÍBV

dagur_23_opf_ibv

14. umferð Olís deildar karla lýkur í dag með leik Hauka og ÍBV. Um er að ræða leik sem þurfti að fresta vegna veðurs og samgöngu-vandamála milli lands og Eyja. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðana í Eyjum í haust, 30-26. Haukarnir eru í sjötta sæti með 12 stig, en Eyjaliðið er í þriðja sæti með […]

Gera athugasemdir við viðbyggingu

Umhverfis- og skiplagsráð Vestmannaeyja tók fyrir umsókn um byggingarleyfi á sólskála við Kirkjuveg 21, en þar er rekinn skemmtistaðurinn Lundinn. Málið var tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu, breyting á deiliskipulagi Austurbæjar, norðurhluti vegna viðbyggingar sólskála á suð-austur hlið. Fram kemur í fundargerð að umsögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir. Fjórar athugasemdir bárust vegna málsins frá fasteignaeigendum […]

2023 í myndum

default

Áfram rifjum við upp fortíðina með Halldóri B. Halldórssyni. Halldór hefur sett saman syrpu af ljósmyndum frá í fyrra. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Mælanlegur árangur af átakinu

visit_vestmannaeyjar_is_ads

Hann er athyglisverður árangurinn af samstarfi Ferðamálasamtakana, Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs ohf. í markaðssetningu Vestmannaeyja sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 88 þúsund fleiri farþegar Þetta samstarf hófst árið 2021 í heimsfaraldri. Herjólfur flutti að meðaltali á árunum 2016 til 2019, 343 þúsund farþega. Á síðasta ári var fjöldinn 431 þúsund farþegar. Sem er fjölgun um 88 þúsund […]

Ný deild opni í mars

Kirkjugerði_2024_0202

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni stöðuna varðandi væntanlega viðbótar-leikskóladeild við Kirkjugerði. Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að húsnæði nýrrar leikskóladeildar sé í byggingu og er væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin febrúar/mars. Undirbúningur og framkvæmdir við að taka á móti húsnæðinu er hafið og búið er að kaupa […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.