Segir orkumálin í ólestri

Þingmaður okkar Eyjamanna, Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson stendur í stafni orkufyrirtækisins HS Veitna, sem ítrekað hefur hækkað gjaldskránna á Vestmannaeyinga. Þar er Jóhann stjórnarformaður. Eigið fé HS Veitna var samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 rúmir 15 milljarðar. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Jóhann Friðrik um fyrirtækið og þær hækkanir á verðskrá fyrirtækisns á íbúa í Eyjum. […]

„Stór og góður þorskur“

Vestmannaey_bergur_jan_24_tms

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og voru þeir spurðir frétta af aflabrögðum og veðri. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið fínn fiskilega. „Það er hins vegar annað mál hvað veðrið varðar. Það var kolvitlaust veður […]

112 sjúkraflug á milli lands og Eyja í fyrra

sjukraflutningur.jpg

Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi í fyrra. Af þessum 902 sjúkarflugferðum voru farnar 95 á milli lands og Eyja. Að auki fór Landhelgisgæslan í 17 sjúkraflug frá Eyjum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 66 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 29 […]

Breytt áætlun í Þorlákshöfn

DSC_4117

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að tekin hafi verið ákvörðun um að breyta siglingaáætlun Herjólfs þegar sigla þarf til Þorlákshafnar. Breytingin er til reynslu, hún tekur gildi 31.01.2024 og gildir til 01.04.2024. Áætlun er sem hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og […]

Óska eftir að bærinn leysi til sín vatnsveituna

vatn_logn_08_op

Líkt og greint var frá í morgun hafa HS Veit­ur óskað eft­ir því að Vest­manna­eyja­bær leysi til sín vatns­veit­una í Vest­manna­eyj­um. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að mikilvægt sé að ráðist verði í viðgerð á vatnslögninni sem verði kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist […]

Vilja að bærinn borgi

Skemmd vatnslögn_minni

HS Veit­ur hafa óskað eft­ir því að Vest­manna­eyja­bær leysi til sín vatns­veit­una í Vest­manna­eyj­um. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is í dag. Þar segir jafnframt í svari HS Veitna til Morgunblaðsins að Vest­manna­eyja­bær beri ábyrgð á lögn­inni og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirn­ar. Þá ábyrgð hafi bær­inn ekki axlað og vísað […]

Loðnuleit framundan

not_lodn_op

Gert er ráð fyrir að loðnu verði leitað nú í byrjun febrúarmánaðar og bæði hafrannsóknaskip og veiðiskip taki þátt í leitinni. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar í dag. Leitin sem fram fór í janúar olli vonbrigðum. Í janúarleiðangrinum kom ís í veg fyrir að skipin kæmust yfir allt hið fyrirhugaða leitarsvæði og […]

Saga Landeyjahafnar

Landeyjahofn_8.11.2010_12-54-22.2010_12-54-22-1.jpg

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]

Viðvaranir gefnar út

snjokoma_tms

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. janúar kl. 12:00 og gildir hún til kl. 19:00. Í viðvörunartexta fyrir Suðurland segir: Gengur í vestan 15-23 með dimmum éljum. Erfið aksturskilyrði og […]

Íbúafundinum frestað

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Þar segir jafnframt að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.