Lyktin af brenndum piparkökum minnir mig á jólin

Grinch (Trölli) Kristófer Gauti Garðarsson var ánægður að frá Grinch í heimsókn. Hvar átt þú heima? Ég bý norður austur suður megin í Klifinu. Hvernig leggjast jólin í þig? Ég hata jólin, fer ekki að koma sumar? Hvað borða tröll á jólunum? Við borðum súran rusla mat og glerbrot alla daga.  Hvaða lykt minnir þig […]

Aukaflug til Eyja á Þorláksmessu

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukavél til og frá Eyjum á Þorláksmessu. Brottför frá Reykjavík 09:00 og brottför frá Eyjum 10:00. Bókanlegt á www.ernir.is, miðaverð fyrir fullorðna eru 17.000kr og 10.000kr fyrir börn og minnum á Loftbrúna. (meira…)

Greiðsluþátttaka við ferðakostnað innanlands eykst

Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands aukið rétt þeirra til endurgreiðslu ferðakostnaðar. Hingað til hafa sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við tvær ferðir á ári en með breytingunni fjölgar þeim í þrjár. Þetta á við um nauðsynlegar ferðir þar […]

Verkferlar varðandi snjómokstur

Á fundi framkvæmda – og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var snjómokstur tekinn fyrir. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti vinnu vegna endurbóta verkferla við snjómokstur eins og honum var falið á 284. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 12.01.2023. (meira…)

Opinn fyrirlestur fyrir eldri borgara

Janus býður öllum eldri borgurum á fyrirlestur í dag þriðjudaginn 19. desember kl 16:30 í Akóges. Guðný Stella öldrunarlæknir ætlar að vera með fyrirlestur um tengsl þjálfunar og lyfja.   (meira…)

Ernir hefur áætlunarflug til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku. Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta […]

Kveikti á jólatrénu á Stakkó

Mikill fjöldi fólks var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hefur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. […]

Bílprófið gefur meira frelsi

Það er stór áfangi í lífi hvers manns að taka bílpróf. Eyjafréttir tóku fjóra krakka tali sem tóku bílpróf á árinu og eru meira en sátt. Meira frelsi segja þau og öll sjá fyrir sér draumabílinn. Jason Stefánsson            Fjölskylda? Foreldrar, stjúpforeldrar, tvær systur og hundur. Hvenær fékkstu bílpróf? 26. janúar […]

Jólasíld Ísfélagins – Gott að gleðja fyrir jólin

„Jólasíld Ísfélagsins nýtur mikilla vinsælda og hefur magnið verið aukið frá ári til árs vegna mikillar eftirspurnar,“ segir Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir verkstjóri í Ísfélaginu. Upphaflega var jólasíldin hugsuð fyrir starfsmenn og viðskiptavini Ísfélagsins en frá árinu 2021 hóf Ísfélagið að gefa bæjarbúum síld í tilefni 100 ára afmæli Ísfélagsins og segir Hildur að þau […]