Lyktin af brenndum piparkökum minnir mig á jólin

Grinch (Trölli) Kristófer Gauti Garðarsson var ánægður að frá Grinch í heimsókn. Hvar átt þú heima? Ég bý norður austur suður megin í Klifinu. Hvernig leggjast jólin í þig? Ég hata jólin, fer ekki að koma sumar? Hvað borða tröll á jólunum? Við borðum súran rusla mat og glerbrot alla daga. Hvaða lykt minnir þig […]
Aukaflug til Eyja á Þorláksmessu

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukavél til og frá Eyjum á Þorláksmessu. Brottför frá Reykjavík 09:00 og brottför frá Eyjum 10:00. Bókanlegt á www.ernir.is, miðaverð fyrir fullorðna eru 17.000kr og 10.000kr fyrir börn og minnum á Loftbrúna. (meira…)
Greiðsluþátttaka við ferðakostnað innanlands eykst

Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands aukið rétt þeirra til endurgreiðslu ferðakostnaðar. Hingað til hafa sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við tvær ferðir á ári en með breytingunni fjölgar þeim í þrjár. Þetta á við um nauðsynlegar ferðir þar […]
Verkferlar varðandi snjómokstur

Á fundi framkvæmda – og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var snjómokstur tekinn fyrir. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti vinnu vegna endurbóta verkferla við snjómokstur eins og honum var falið á 284. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 12.01.2023. (meira…)
Opinn fyrirlestur fyrir eldri borgara

Janus býður öllum eldri borgurum á fyrirlestur í dag þriðjudaginn 19. desember kl 16:30 í Akóges. Guðný Stella öldrunarlæknir ætlar að vera með fyrirlestur um tengsl þjálfunar og lyfja. (meira…)
Kvöldopnun verslana frestað til þriðjudags

Félag kaupsýslumanna hefur ákveðið að fresta kvöldopnun verslana sem átti að vera í kvöld til þriðjudagsins 19. desember vegna veðurs. (meira…)
Ernir hefur áætlunarflug til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku. Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta […]
Kveikti á jólatrénu á Stakkó

Mikill fjöldi fólks var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hefur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. […]
Bílprófið gefur meira frelsi

Það er stór áfangi í lífi hvers manns að taka bílpróf. Eyjafréttir tóku fjóra krakka tali sem tóku bílpróf á árinu og eru meira en sátt. Meira frelsi segja þau og öll sjá fyrir sér draumabílinn. Jason Stefánsson Fjölskylda? Foreldrar, stjúpforeldrar, tvær systur og hundur. Hvenær fékkstu bílpróf? 26. janúar […]
Jólasíld Ísfélagins – Gott að gleðja fyrir jólin

„Jólasíld Ísfélagsins nýtur mikilla vinsælda og hefur magnið verið aukið frá ári til árs vegna mikillar eftirspurnar,“ segir Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir verkstjóri í Ísfélaginu. Upphaflega var jólasíldin hugsuð fyrir starfsmenn og viðskiptavini Ísfélagsins en frá árinu 2021 hóf Ísfélagið að gefa bæjarbúum síld í tilefni 100 ára afmæli Ísfélagsins og segir Hildur að þau […]