Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku.
Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta skref í að koma aftur á áætlunarflugi til Eyja.
Minnum á að hægt er að nýta sér loftbrú á island.is.
Áætlunin gildir til 15. janúar 2024. og hægt er að nálgast flugáætlunina á heimasíðu Ernis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst