Dagskrá opnunarviðburðar Matey Seafood Festival

Opnunarviðburður Matey Seafood Festival verður haldin á morgunn miðvikudag frá kl: 17:00-18:30 í Eldheimum. Í boði verða tónlistaratriði, listasýning, smakk og léttar veitingar ásamt áhugaverðum erindum. Opnunar-viðburðurinn er fyrir alla og enginn aðgangseyrir. Á Matey.is getur þú pantað borð og lesið þig nánar til um hátíðina. Dagskrá:   (meira…)

KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)

Glæsilegir matseðlar á Matey Seafood Festival

Matseðlarnir fyrir Matey Seafood Festival sem fram fer næstu helgi eru glæsilegir. Á öllum stöðunum verður boðið upp á fjögurra rétta seðil og kostar hann 9890 kr á mann. Einnig verður boðið upp á Matey kokteil á 2690 kr. Fiskurinn kemur frá okkar frábæru fiskframleiðendum og útgerðum og spretturnar úr gróðurhúsi Eyjanna, kemur fram í […]

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni hjá karlaliðinu í dag

Karlalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í dag. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt KA, HK, Fylki, Fram og Keflavík. ÍBV er sem stendur í næst neðsta sæti með 19 stig en Keflavík situr á botninum með 12 stig. Flautað verður til leiks kl 17:00 á Wurth vellinum. Hvetjum þá sem eru […]

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag þegar þeir fá Víði í heimsókn. Víðir situr í fjórða sæti og KFS í því 10. Sem stendur eru KFS og ÍH nokkuð jöfn og því mikilvægt að KFS tryggi sér að minnsta kosti jafntefli í dag til þess að halda sér í 3. deildinni að […]

Síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta leik í deildinni á þessu tímabili í dag þegar þær heimsækja Tindastól á Sauðárkrók. Keflavík og Selfoss eiga líka sinn síðasta leik í dag. Staðan hjá þremur efstu liðinum er afar jöfn og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða hjá ÍBV stelpunum til að tryggja sér sæti í Bestu […]

Matey 2023 – Einstök upplifun

Matey 2022

Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað sinn í ár með sama sniði og í fyrra dagana 21-23 september. Fjórir sérvaldir gestakokkar sem eru framarlega á sínu sviði munu matreiða fjögurra rétta seðil í samstarfi við fjóra veitingarstaði bæjarins, Gott, Næs, Slippinn og Einsa Kalda. Hátíðin stóð svo sannarlega undir væntingum í fyrra og ekki verður […]

Fyrirtækjamót GV fór fram síðustu helgi

Fyrirtækja keppni Gólfklúbbs Vestmannaeyja fór fram síðastliðinn laugardag. Alls tóku 37 lið þátt í mótinu. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: sæti: Lið Miðstöðvarinnar skipað Styrmi Jóhannssyni og Sveini Hjörleifssyni sem léku á 48 punktum. sæti: Lið 3 hjá Hafnareyri skipað Andra Kristinssyni og Þorláki Sigurbirni Sigurjónssyni sem léku á 47 punktum. sæti Lið 1 hjá […]

Opnun listasýningarinnar “Konur í sjávarsamfélagi” samhliða Matey sjávarréttahátíð

Áhugaverð listasýning verður haldin í Eldheimum dagana 20-24. september samhliða sjávaréttahátíðinni Matey. Þar munu 14 listamenn sýna verk sem vekja athygli á fjölþættum störfum, hlutverkum og verkefnum kvenna í sjávarsamfélögum. Í fyrra þegar Matey sjávarréttahátiðin fór fram í fyrsta skipti var haldin sýning í Einarsstofu á verkum í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sýndu konu í sjávarútvegi. […]

KFS – Augnablik á Týsvelli í dag

KFS á mikilvægan leik gegn Augnabliki á Týsvelli í dag kl. 16:30. KFS er í 11 sæti með 18 stig, líkt og ÍH sem situr í 10 sæti eftir sigur á KFS síðastliðinn laugardag. Á botni deildarinnar er síðan Ýmir með 16 stig. KFS á þennan leik til góða en síðasti leikurinn verður spilaður á […]