1600 kílómetrar fyrir tvo daga í Dalnum

Ágúst Halldórsson og skipsfélagar hans á Heimaey sáu ekki fyrir sér að komast á Þjóðhátíð þetta árið. En mokveiði í Smugunni breytti öllu. Ágúst Halldórsson, einn áhafnarmeðlima segir frá: Það var sólríkan laugardagsmorgun, nánar tiltekið tuttugasta og þriðja júlí sem löndun k„láraðist á makríl úr Heimaey VE. Um þúsund tonn úr Smuginni komin inn í […]
Lögreglan lýsir eftir vitnum

Föstudaginn 12. ágúst sl. kl. 17:10 var ekið utan í bifreið á bifreiðastæði við Apótekarann og ekki tilkynnt um óhappið. Lögreglan er að rannsaka málið, en lýsir eftir vitnum sem kunna að hafa séð aðdraganda óhappsins. Vitni eru beðin um að hringja í síma: 444-2091 eða senda tölvupóst á vestmannaeyjar@logreglan.is. (meira…)
Pysjurnar lentar!

Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana. Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast […]
Dýravinir ósáttir við Herjólf

Eftir óhappið í Herjólfi um helgina, þar sem bílalyfta kramdi tvo bíla, heyrist nú enn hærra í hagsmunahópi dýraeigenda í Vestmannaeyjum. Í frétt um málið á visir.is kemur fram að undirskriftalisti með 1.400 undirskriftum, um bætta aðstöðu gæludýra um borð, verði afhentur stjórn Herjólfs. Núverandi fyrirkomulag er þannig að sé gæludýr með í för, þarf […]
Leit bar ekki árangur

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Björgunarsveit Vestmannaeyja í gærkvöldi og nótt eftir að sést hafði til neyðarblyss á sjó. Viðbragðsaðilar leituðu af sér allan grun en engin merki sáust um fólk í vanda. Ekki er vitað hvaðan blysið kom eða frá hverjum. (meira…)
Stórsigur ÍBV

Karlalið ÍBV í fótbolta vann rétt í þessu verðskuldaðan stórsigur á Hásteinsvelli gegn FH. Lokaniðurstaða leiksins er 4-1, mörk ÍBV skoruðu: Halldór Jón, Eiður Aron, Andri Rúnar úr víti og Felix Örn. Fyrirliðinn okkar, Eiður Aron var svo einnig valinn maður leiksins. Þetta er kærkominn sigur eftir skellinn í síðustu vikur gegn KR. Og ennþá […]
Fleiri pysjur í borginni

Í gær fundu félagar úr Dýrfinnu eina lundapysju við Eiðistorg. Með hjálpa pysjueftirlitsins var pysjan handsömuð og vigtuð og reyndist hún vera 250 grömm að þyngd. Nú hlýtur að styttast í pysjurnar í Eyjum. Þetta kemur fram á Facebook síðu pysjueftirlitsins. (meira…)
ÍBV – FH á Hásteinsvelli í dag

Það má segja að það sé botnslagur stjörnuþjálfara á Hásteinsvelli í dag, en þar mætast liðin í Bestu deild karla sem eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa reynslumikla leikmenn sem þjálfara; IBV með okkar eina sanna Hemma Hreiðars og FH með goðsögnina Eið Smára. FH er á leið í undanúrslit í […]
KFS nálgast toppinn!

KFS vann glæsilegan 2-1 sigur á Kormáki /Hvöt frá Blönduósi á Týsvelli í dag. Víðir Þorvarðarson og Eyþór Orri Ómarsson skoruðu mörk KFS. Gestirnir misstu mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Róbert Aron Eysteinsson, leikmaður KFS, fékk sitt annað gula spjald undir lok leiks og var vísað af velli. KFS situr […]
KFS leikur í dag á Týsvelli

Knattspyrnufélagið KFS á leik í dag á Týsvelli gegn Kormáki/Hvöt. Liðin spila í 3. deild og hefur KFS gengið mjög vel á tímabilinu. Ásgeir Elíasson, leikamður KFS var meðl annars valinn leikmaður 11. umferðar hjá fótbolta.net eftir að hann skoraði þrennu í leik og tryggði liðinu þrjú mikilvæg stig í sigurleik gegn Vængjum Júpíters. KFS, […]