Baldur kominn á krana

Sjómannabjórinn í ár, Baldur var formlega kynntur í dag við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Hlynur Vídó hélt stutta ræðu og svo var fyrsta bjórnum dælt á glas. Skv. heimildum Eyjafrétta var húsfyllir á staðnum að þessu tilefni og Karlakór Vestmannaeyja tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. (meira…)

Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Fyrsta keppnisdegi lokið

Nú er fyrsta keppnisdegi á TM mótinu að ljúka og hefur ÍBV liðunum gengið ágætlega. Öll liðin hafa spilað þrjá leiki og hér fyrir neðan má sjá úrslitin. Það verður að telja stelpunum það til happs að veðrið hefur leikið við þær í dag og spáin er líka góð fyrir morgundaginn. ÍBV 1  Víkingur-1 – […]

Sjómannahelgin í söfnunum

Í Einarsstofu er myndlistasýning Villa á Burstafelli, sýningin ber yfirskriftina: byggðin undir hrauni. Það er opið alla helgina og frítt inn. (meira…)

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Um 90 skip til hafnar í sumar

Það verður mikið að gerast í höfninni í Eyjum en von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum í sumar. Að sögn hafnarstjóra hófst siglingatímabilið í byrjun maí og von er á síðasta skipinu þann 20. september, svo sumarið er langt á höfninni í ár. Stærsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju í ár er 62.375 tonn, var […]

Tímamótatúr hjá Breka

Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum. Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi: Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn. Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Að sjálfsögðu var tekið […]

200 ný störf í Eyjum

Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi. Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast […]

TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]

Eyjafréttum dreift í dag

„Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr […]