Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi.
Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast þegar starfsemin er komin í fullan rekstur. Af þeim eru áætluð um 120 bein störf og 80 afleidd störf. Samhliða auknu starfsframboði í Vestmannaeyjum má gera ráð fyrir aukningu á íbúafjölda. Framkvæmdaraðili metur að samhliða fiskeldinu geti íbúafjöldi aukist um 360 manns, sem byggja afkomu sína að einhverju leyti á því.
Unnið er að því hjá skipulags- og umhverfisráði bæjarins að fjölga lóðum undir íbúabyggð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst