Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)
Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi. „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]
Þjóðhátíðarlagið frumflutt

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify. (meira…)
Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]
Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)
16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]
30 mikilvægar mínútur

Landhelgisgæslan hefur sinnt níu þyrluútköllum í Vestmannaeyjum það sem af er þessu ári, í samtali við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, kemur fram að aðeins eitt af þeim var vegna slyss, en hin átta vegna sjúkraflutninga. Nánari umfjöllun um þyrlur Landhelgisgæslunnar, ásamt viðbrögðum frá Ásgeiri Erlendssyni, uppplýsingafulltrúa gæslunnar, er að finna í næsta blaði Eyjafrétta. Blaðið […]
Gullna hlið Vestmannaeyja

Miðbæjarfélagið Heimabær, var stofnað síðla árs 2021 af áhugafólki um miðbæ Vestmannaeyja. Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Eitt af markmiðum félagsins er að skilgreina miðbæinn betur svo gestir og gangandi átti sig betur á því hvar hann er. Þá kviknaði sú hugmynd að setja […]
Peyjar og pæjur á Oasis tónleikum

Hópur Eyjafólks, um 25 manns, er nú samankominn á Englandi til að hlýða á söngvarann Liam Gallagher. Tónleikarnir, sem voru allir hinir glæsilegustu, fór fram á Knebworth Park í gær. Liam Gallager var söngvari hinnar dáðu hljómsveitar Oasis, sem átti sín bestu ár upp úr aldamótum, en hljómsveitin lagði upp laupana árið 2008. Síðustu tónleikar […]
Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]