Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]
Saltfiskur fyrir 600 manns hvern dag

Ætla má að á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal. Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins og salfiskfyrirtæki hennar þar ytra, Grupeixe, kynnti framleiðsluvörur sínar á vettvangi. Gestir kunnu vel að meta íslenska saltfiskinn enda í hávegum hafður og til að mynda víða […]
Berglind keypt til Frakkalands

Berglind Björg, knattspyrnukona sem spilaði stórt hlutverk með landsliðinu á EM í sumar, er á förum frá norska liðun Brann. Þetta kemur fram í norskum miðlum í morgun. Franska liði Paris Saint-Germain hefur keypt Berglindi, þetta er staðfest á vef Brann þar sem einnig kemur fram að hún hafi staðist læknisskoðun og sé búin að […]
Vegaframkvæmdir á Suðurlandsvegi í dag

Vegagerðin vinnur við fræsingu afreinar til austurs á Heillisheiði við slaufu frá Þrengslavegi í dag. Vegurinn verður lokaður fyrir umferð til austurs á meðan, en reiknað er með að framkvæmdirnar standi yfir til kl. 20:00 í dag. Þeir sem ætla að keyra frá Reykjavík til Landeyjahafnar í dag þurfa því að fara um Þrengslaveg í […]
Eyjafréttir á vefnum

Nýjasta tölublað Eyjafrétta er nú aðgengilegt áskrifendum á vefnum, en prentútgáfa blaðsins verður borin út til áskrifenda á fiimmtudaginn. Við í ritstjórn leggjum viðfangsefni okkar í dóm ykkar lesenda og vonumst eftir áframhaldandi líflegum samræðum um málefni líðandi stundar. Í blaðinu að þessu sinni er átta síðna sérblað um heilsurækt og þá þjónustu sem boðið […]
KFS vann Elliða

Leikur KFS og Elliða fór fram á Týsvelli nú í kvöld. Nokkurt fjör var á vellinum meðal leikmanna og augljóst að bæði lið vildu fá sigur úr leiknum. KFS nýtti færin sín betur og niðurstaðan var 2-0 okkar mönnum í vil. (meira…)
Hafnarfjarðarmótið í handbolta hafið

Meistaraflokkur karla íBV lék í gær fyrsta leik sinn á Hafnarfjarðarmótinu sem er haldið að Ásvöllum. Skv. heimildum Eyjafrétta er frítt inn á alla leiki mótsins. ÍBV liðið spilaði í opnunarleik mótsins gegn Haukum, leikurinn var spennandi og skiptust liðin á að leiða leikinn, en hann fór að lokum 33-32, Haukum í vil. Þetta kemur […]
Laufey á Bakka – Framkvæmdir hafnar

Þau mikilvægu og gleðilegu tímamót urðu ( í dag ) mánudaginn 22.ágúst að framkvæmdir eru hafnar á Laufey Welcome Center á Bakka. Í ársbyrjun 2022 var fjármögnun á þjónustumiðstöðinni Laufey tryggð með aðkomu langtímafjárfesta sem hafa mikla trú á verkefninu. Fyrsta stöðin, og sú mikilvægasta fyrir Vestmannaeyjar, mun rísa á Bakka. Þessi ferill hefur verið […]
Þriggja ára uppsöfnuð þörf

Eftir nokkra daga kemur út 15. tölublað Eyjafrétta, blaðið ber keim af komandi hausti og því sem haustinu fylgir. Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og allir fjölskyldumeðlimir eru komnir í nýja rútínu. […]
Strákarnir töpuðu fyrir botnliðinu

Strákarnir okkar í ÍBV heimsóttu ÍA á Skaganum í dag en báru skarðan hlut frá borði. Niðurstaðan varð 2-1 tap gegn botnliðinu. Mark ÍBV skoraði Andri Rúnar Bjarnason. ÍBV er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 28. ágúst gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli. (meira…)