Amelía og Ívar Bessi hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Amelía Einarsdóttir og Ívar Bessi Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Amelía Einarsdóttir er 19 ára […]

Kristrún – Nýtt útspil í heilbrigðismálum í haust

„Þetta var frábær dagur í Eyjum. Við áttum mjög gagnlega vinnufundi á sjúkrahúsinu og í Hraunbúðum og við Íris bæjarstjóri tókum fundinn okkar bara úti í góða veðrinu. Samtalið um heilbrigðismálin á Vigtinni bakhúsi var gott og nú þurfum við jafnaðarmenn að standa undir væntingum. Við ætlum að kynna útspil í heilbrigðismálum næsta haust sem […]

Sjómannadagurinn – Fjölbreytt dagskrá í dag og kvöld

Segja má að dagskrá Sjómannahelgarinnar hafi byrjað í gær þegar Skátarnir dreifðu Sjómannadagsblaðinu frítt í öll hús í Eyjum. Yngri flokkar ÍBV sáu um merkjasöluna. Klukkan 18:00 í gær var Sjómannabjórinn 2023 kynntur við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Sjómaðurinn í ár er Kristján Óskarsson, Stjáni á Emmunni. Fjölmenni var við athöfnina. Sjómannadagsmeistarinn […]

Minnisvarðinn á Skansinum afhjúpaður í dag

Rúmlega 500 nöfn frá árinu 1251 Í dag, föstudaginn 2. júní klukkan 18.00 verður afhjúpaður minnisvarði á Skansinum til minningar um drukknaða sjómenn. Sjómannadagsráð undir forystu Ríkharðs Zöega Stefánssonar stendur að minnisvarðanum. Á honum verða yfir 500 nöfn Eyjasjómanna og annarra sem drukknað hafa og nær listinn aftur á 13. öld. Ríkharður fékk öflugan hóp […]

Drögum lærdóm af undirbúningi fyrir þriðja leikinn

„Það var ólýsanlega gaman að vakna í morgun, horfa framan í fólkið sitt og alla á förnum vegi í Vestmannaeyjum eftir að hafa tekið að þátt því að færa byggðarlaginu Íslandsmeistaratitilinn. Sjómannadagshelgin verður einstök í ár þegar saman fer fögnuður og heiður til handa sjómönnum og uppskeruhátíð í handboltanum! Þetta var hörkuleikur, við þurftum að […]

Langþráður sigur Eyjamanna

Eftir góðan dag í gær þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta karla er það góð viðbót að Eyjamenn höfðu betur gegn HK á Hásteinsvelli í dag 3:0. Kærkominn sigur eftir fimm tapleiki í röð. Þar með er ÍBV með níu stig og hoppar úr fallsæti í það níunda. Mörk ÍBV skoruðu Sverrir Páll Hjaltested, Eyþór […]

Sjómannadagsblað Eyjafrétta komið út

Blað Eyjafrétta sem kemur út í dag er eðlilega helgað sjómannadeginum sem er þessa helgi. En þar er líka að finna annað efni eins og skólaslit Framhaldsskólans í máli og myndum og handboltann. Af öðru efni má nefna strákana á Dala Rafni sem fækkuðu fötum til styrktar góðu málefni, Hafsteinn Guðnason skipstjóri segir sögur úr […]

Bergvin Haraldsson ráðinn yfirþjálfari

ÍBV hefur ráðið Bergvin Haraldsson sem yfirþjálfara í handbolta í yngri flokkum ÍBV. Hann hefur verið þjálfari hjá félaginu síðastliðin 10 ár og hefur þjálfunargráðu HSÍ – B Bergvin útskrifast í sumar sem Íþróttafræðingur með B.Sc gráðu úr Háskólanum í Reykjavík. (meira…)

Hægt á veiðum

20221101 121630

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veiðiferðin hafi einkennst af flótta undan veðri. „Við byrjuðum á […]

ÍBV Íslandsmeistari í handbolta 2023

Erlingur Richardsson leiddi sína menn til sigurs gegn Haukum, 25:23 sem tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn í handbolta 2023. Stemning fyrir  leik, í leiknum og eftir leik í fullri Íþróttamiðstöðinni mun seint gleymast. Eftir að hafa tapað niður tvö núll forystu gegn Haukum í úrslitunum niður í tvö tvö var greinilegt frá fyrstu mínútu að Eyjamenn ætluðu […]