Bikarleikur á Hásteinsvelli

Stelpurnar fá Grindavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Lið Grindavíkur situr í 6. sæti Lengjudeildarinnar og verða því heimastúlkur að teljast sigurstranglegri en flautað verður til leiks klukkan 14:00 í dag. (meira…)
Öflugur stuðningur dugði ekki til

Eyjamenn töpuðu sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni þegar þeir mættu Haukum í þriðja leik úrslitakeppni karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Studdir af meira en trofullri Íþróttamiðstöðinni kom ekkert annað til greina en að sigra gestina og tryggja ÍBV Íslandsmeistararatitilinn. Haukar voru á öðru máli, voru yfir mest allan leikinn sem endaði 28:34 og […]
Stefnir í áhorfendamet í íþróttamiðstöðinni

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu um Íslandsbikarinn. ÍBV stendur vel að vígi eftir tvo sigurleiki, 33:27 og 29:26. Haukar hafa ekki […]
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjabær, í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, hefur ákveðið að starfrækja upplýsingamiðstöð (Tourist Information Center) fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja. Um er að ræða tilraunaverkefni sumarið 2023 og er upplýsingamiðstöðin til húsa að Básaskersbryggju 2, þar sem útivistarverslunin Icewear var áður til húsa Nökkvi Már Nökkvason, verður í forsvari fyrir upplýsingamiðstöðina sem opnaði mánudaginn 22. […]
Mótmæla kjaraskerðingu ræstingakvenna

Enga aðför að kjörum kvennastétta – Ályktun frá aðalfundi Drífanda stéttarfélags: Opinbert hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar sendi ræstingafólki um borð í m/s Herjólfi bréf í síðasta mánuði þar sem þeim var tilkynnt að skerða ætti kjör þeirra. Að því er virðist til þess eins að bjarga rekstri ferjunnar sem hefur ekki sýnt góða afkomu undanfarið. […]
Eiginmaðurinn varð kveikjan að lokaverkefninu

Katrín Harðardóttir er íþróttafræðingur úr Vestmannaeyjum sem er að útskrifast með diplómagráðu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi frá Endurmenntun Háskóla Íslands,“ segir á heimasíðu Endurmenntunar HÍ. Þar segir á hún sé fjölskyldumanneskja, eigi eiginmann og þrjú börn og í náminu kviknaði áhugi hennar á að finna leiðir til að hjálpa körlum eins og sínum manni […]
Formleg opnun nýs Suðurlandsvegar á morgun

Verkið Hringvegur (1), Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá, er annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Umferðaröryggi eykst til muna með þessari framkvæmd enda eru akstursstefnur nú aðskildar og vegamótum hefur fækkað úr rúmlega tuttugu í tvenn. Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar opna formlega nýjan veg milli Hveragerðis og Selfoss fimmtudaginn 25. maí klukkan 10:00. Klippt verður á […]
Stefán Jónsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní nk. Stefán gegnir nú stöðu aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Stefán tekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum frá sama tíma vegna aldurs. Jóhannes hóf störf í lögreglunni 12. október […]
Vilja ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 4. máli 364. fundar fræðsluráðs. Áætlun um úthlutun kennslustunda og stöðugilda annarra starfsmanna skólaárið lögð fram til staðfestingar. Jafnframt óskar skólastjóri eftir heimild til að ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar […]
Ófært til lands
Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar fyrri part dags v/veðurs og sjólags. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,” segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 […]