Njáll eini Eyjamaðurinn á lista Framsóknar

Auka kjördæmisþing KSFS fór fram á Courtyard by Marriott hótel Keflavík laugardaginn 26. júní 2021 og á fjarfundi. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lagði fram eftirfarandi framboðslista fyrir Alþingiskosningar sem fara fram 25. september 2021, listinn var samþykktur samhljóða. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ […]

Eyjamenn sigruðu á Ísafirði

Lið ÍBV gerði góða ferð vestur á Ísafjörð í dag þar sem liðið sigraði Vestra 3-0. Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir með stórkostlegu skoti frá miðju og Sito bætti svo við tveimur mörkum. ÍBV situr nú í öðru sæti í Lengjudeildinni. (meira…)

ÍBV leikur á Vestfjörðum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta leikur við Vestra á Ísafirði í dag. Leikurinn hefst kl. 14.00 og hægt er að horfa á leikinn með því að kaupa aðgang á lengjudeildin.is. Búast má við spennandi leik en einungis munar einu stigi á liðunum, ÍBV er í fjórða sæti með 13 stig en Vestri er í því sjötta […]

Breytingar í bæjarráði

Hildur Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti í bæjarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á ný en hún sat í ráðinu fyrsta ár kjörtímabilsins. Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tekur hún sæti Helgu Kristínar Kolbeins sem verður varamaður í ráðinu. Hildur mun því að öllum líkindum sitja í bæjarráði fram að sveitarstjórnarkosningum næsta vor.     (meira…)