Biggi í glæstum hópi tónlistarfólks

„Ég er búinn að taka þátt í Eyjatónleikunum nánast frá upphafi að undanskildum fyrstu tveim,“ segir Eyjamaðurinn Birgir Nielsen sem er einn besti trommuleikari landsins og á langan feril að baki. Var valinn Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024. Birgir nam við tónlistarskóla FÍH á árunum 1993 til 1995 og hefur frá árinu 1998 starfað sem slagverkskennari og […]
Kunnum að búa til gleði og gaman

Eyjafólkið Arnar Júlíusson og Dagbjört Lena Sigurðardóttir eru á fullu í vinnu við að undirbúa Eyjatónleikana í Hörpu laugardaginn 25. janúar nk. Þar eru þau á vegum Háskólans á Hólum og er liður í námi þeirra í viðburðarstjórnun. „Við komum inn í verkefnið í nóvember á síðasta ári og er þetta hluti af verknámi sem […]
Eyjatónleikarnir – Aldrei of seint að byrja

„Ég hef spilað á öllum Eyjatónleikunum í Hörpu, allt frá minningartónleikum um Oddgeir í nóvember 2011 og svo í kjölfarið á öllum janúartónleikunum,“ segir Eyjamaðurinn Eiður Arnarsson bassaleikari á Eyjatónleikunum. „Held raunar að flestir í hljómsveitinni hafi komið fram á sem næst öllum tónleikunum og mögulega hefur hann Kjartan Valdemarsson vinur minn spilað á þeim […]
Eyjatónleikar 2025 – Bjartsýn á góða aðsókn

Fjórtándu Eyjatónleikarnir verða haldnir í Eldborg í Hörpu laugardagskvöldið 25. janúar þar sem söngvararnir Klara Elías, Sigga Beinteins, Magnús Kjartan, Bjartmar, Eló, Sæþór Vídó, Kristín Halldórs, Matti Matt og Guðný Elísabet Tórshamar koma fram. „Magni forfallaðist sökum veikinda og var Matti Matt svo elskulegur að taka hans hlutverk. Hljómsveitarstjóri er Þórir Úlfarsson sem hefur verið […]
Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]
Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]
Merkt framtak í þágu ferðaþjónustu og menningar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]
Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár. Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]
Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]
Einar Hlöðver – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]