Dalur lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og var við Kirkjuveg 35 kvaddi í gær þegar stórtækar vinnuvélar réðust að því með kjafti og klóm. Þar lauk ákveðnum kafla í húsasögu Vestmannaeyja um leið og nýr er að hefjast. Víkur Dalur fyrir fjölbýlishúsi sem rís við Sólhlíðina. Óskar Pétur fylgdist með niðurrifinu og skráði með myndavélinni. Það gaf sig ekki […]
VM5 strengurinn á land í Eyjum í kvöld

„Veðrið og öldurnar voru ekki alveg að spila með okkur í gær en eftir smá baráttu tókst okkur að koma strengnum í land á sandinum. Skipið er nú á siglingu yfir til Vestmannaeyja og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður strengurinn dreginn í land í Eyjum um kvöldmatarleytið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir […]
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás

„Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var maðurinn fluttur á sjúkrahús,“ segir á visir.is. Haft er eftir Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að til skoðunar sé hvort árásin hafi beinst að lögreglumanninum vegna starfa hans hjá lögreglunni. Líðan lögreglumannsins, […]
Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]
Dalur hverfur en rís upp á Sólvangslóðinni

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og er við Kirkjuveg 35 er að kveðja en nýtt húsí sama anda mun rísa að Kirkjuvegi 29 þar sem áður stóð húsið Sólvangur. Upphaflega átti Dalur að víkja fyrir nýju fjölbýlishúsi sem Daði Pálsson og Sigurjón Ingvarsson eru að reisa við Sólhlíð. Átti að flytja það yfir gatnamótin […]
Styttist í lagningu VM 5

„Það styttist í að Vestmannaeyjastrengur 5 komi í land á sandinum – við erum núna um 100 metra frá landi. Þegar hann er kominn í land snýr skipið við og strengurinn lagður til Eyja. Við reiknum með að það taki um sólarhring. Svo tekur við tengivinna í landi, við reiknum með að tengivinnunni verði formlega […]
Goslok – Mörg þúsund gestir og eitthvað fyrir alla

Goslokahátíð sem staðið hefur alla vikuna. Dagskráin hefur verið mjög fjölbreytt og að venju var mest um að vera á laugardeginum. Einn af hápunktunum var sund Héðins Karls Magnússonar og Pétur Eyjólfssonar sem syntu frá Elliðaey og tóku land við Tangann. Syntu þeir í minningu Margrétar Þorsteinsdóttur og til styrktar góðgerðasamtökunum Ljónshjarta, sem styðja við börn […]
VM 4 á land í Eyjum í gærkvöldi

„Það hefur gengið mjög vel, veðrið hefur verið okkur hliðhollt, frábært fólk að vinna að verkefninu og það er gaman að segja frá því að Vestmanneyjastrengur 4 kom í land í gærkvöldi í ljósadýrðinni af flugeldaveislunni á Goslokahátíðinni. Það lofar örugglega góðu um framhaldið en nú er verið að undirbúa lagningu Vestmannaeyjastrengs 5 og stefnum […]
Mótorhjól, málverk, skúlptúrar og konur og gosnóttin

Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00 Það verður nóg að gera um goslokahelgina hjá hjónunum Bjarteyju Gylfadóttur og Sæþóri Gunnarssyni en þau opnuðu sameiginlega sýningu undir heitinu Myndlist og mótorhjól í gær í Akóges. Þar sýnir Sæþór mótorhjól sem hann á og hefur gert uppi nokkur þeirra. Bjartey er með sölusýningu á […]
Goslok – Fjöldi fólks á ferð í rjómablíðu

Það var margt í boði á Goslokahátíð í gær og margt um manninn í bænum. Veður eins og best verður á kosið, sannkölluð rjómablíða. Óskar Pétur fór um og myndaði og hér má sjá hluta af þeim myndum sem hann tók. Leit við á sýningum, tónleikum og bjórbingói svo eitthað sé nefnt. […]