Baðlón og hótel verði risið árið 2026

„Við hjá bænum erum mjög ánægð með góða mætingu á íbúafundinn og góðar umræður á fundinum og þökkum þeim sem mættu,“ sagði Dagný Hauksdóttir, skipulags og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar eftir íbúafund á miðvikudaginn. Þar voru hugmyndir um hótel og baðlón á Nýja hrauni kynntar. Dagný stýrði fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað. Á hinum endanum […]
Ási með nýja bók – Eddi í Hópsnesi

Núna rétt fyrir jól kemur í verslanir mín fimmta bók, og þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Höfundur er Ásmundur Friðriksson, þingmaður með meiru. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur […]
Grettir Jóhannesson nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins

Nýsköpun í uppsjávariðnaði fær nú sérstaka athygli með tilkomu Grettis Jóhannessonar, sem tók nýverið við nýju starfi hjá Félagi uppsjávariðnaðarins og Þekkingarsetri Vestmannaeyja. „Ég hef aðstöðu hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja, þar sem mér hefur verið tekið afar vel,“ segir Grettir, sem hefur hafið vinnu við að skoða lista af hugmyndum með mögulegum tækifærum. „Markmiðið er að færa […]
Ein af undirstöðum atvinnurekstrar í Eyjum

Vinnslustöðin hefur í áraraðir hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. „Það er ánægjuleg viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Vinnslustöðin hefur verið ört stækkandi félag sem hefur undanfarin ár leitast við að styrkja stöðu sína á afurðamörkuðum með eigin söluneti, sem vel hefur reynst. Það hefur styrkt stöðu þess sem ein af […]
Lítil starfsmannavelta eykur stöðugleika

„Félagið er stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki. Ástæða þess er fyrst og fremst öflugir og reynslumiklir stjórnendur hjá félaginu. Lítil starfsmannavelta er hjá félaginu og eykur það stöðugleika og ákvarðanatöku til framtíðar. Félagið sinnir nýsköpun og rannsóknum, sýnir samfélagsábyrgð og leitast við að vera eflandi afl í nærsamfélögum sínum,“ sagði Guðmundur Jóhann Árnason, […]
Viðurkenning sem heldur okkur á tánum

„Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu, að vera Framúrskarandi fyrirtæki og það áttunda árið í röð,“ segir Marinó Sigursteinsson, aðaleigandi og fyrrum framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar sem er eitt þeirra 19 fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem hlaut viðurkenninguna í ár. „Annað í þessu er að þú kemst ekki inn nema að standast skilyrðin í þrjú ár. Ef […]
Lykillinn er gott starfsfólk og traustir viðskiptavinir

Skipalyftan er eitt fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem tók við viðurkenningu frá CreditInfo fyrir að vera Framúrskrandi fyrirtæki. „Þetta er 11. árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu og erum við mjög þakklát fyrir það,“ segir Stefán Örn Jónsson, framkvæmdatjóri Skipalyftunnar. „Árangurinn má fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki og ekki síður traustum og góðum […]
Vel heppnað jólahlaðborð í Höllinni

„Jólahlaðborð Einsa Kalda og Hallarinnar heppnaðist í alla staði frábærlega, bæði matur og skemmtun, hvoru tveggja upp á tíu,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari um jólahlaðborðið í Höllinni á laugardagskvöldið. Er það fyrir löngu orðinn fastur liður á aðventunni í Eyjum. Höllin var fagurlega skreytt sem jók enn frekar á stemninguna. „Gestir voru um 300 og […]
Mikilvægur þáttur í markaðssókn fyrirtækjanna

Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. Þetta kemur fram á heimasíðu […]
Meðaltekjur hækka verulega á milli ára

Nítján fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Eru það um 5% skráðra fyrirtækja í Eyjum. Fyrirtækin á listanum í ár juku meðaltekjur sínar um 12% milli 2022 og 2023 og um 32% árin þar á undan. Þá jókst meðalrekstrarhagnaður þessara fyrirtækja um 183%. Munar þar mestu um mikla aukningu rekstrarhagnaðar hjá ÍV fjárfestingafélagi […]