Mörgum spurningum ósvarað

Eftirfarandi grein birti Gylfi Viðar Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri Hugins VE á Fésbókarsíðu sinni. 𝐕𝐞𝐠𝐧𝐚 𝐬𝐤ý𝐫𝐬𝐥𝐮 𝐑𝐍𝐒𝐀 𝐨𝐠 𝐟𝐫é𝐭𝐭𝐚𝐫 𝐟𝐫á 𝐕𝐒𝐕 Nú liggur fyrir skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um mál er ankeri Hugins VE55 festist í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17.nóvember 2023. Þar sem Vinnslustöðin brást þegar í stað við með frétt til að svara niðurstöðum þeirrar […]
Eyjamenn fengu skell á móti Val

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Á Hlíðarenda mættust Valur og ÍBV. Eyjamenn byrjuðu leikinn ágætlega og áttu fínar rispur en þeir voru spila án tveggja lykilmanna, þeim Omar Sowe og Oliver Heiðarssyni og þá meiddist Sigurður Arnar Magnússon í upphitun. Eftir um 25 mínútna leik tóku Valsmenn þó yfir leikinn […]
Eyjaskinna dregin fram við opnun Fágætissafns

„Eyjaskinna er skinnbók sem gerð var fyrir norðan fyrir Þorstein Víglundsson og er gestabók sem dregin er fram við hátíðleg tækifæri. Fyrsta færslan er frá 1938. Bjarni Guðjónsson, bróðir Ásmundar greifa skar út forsíðuna sem er hið mesta listarverk,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss um hina merkilegu bók sem liggur frammi þegar Fágætissafnið verður opnað […]
Fágætissafnið – Ómetanleg gjöf Ágústs Einarssonar

„Grunnurinn að fágætissafninu er gjöf Ágústar Einarssonar sem hann gaf í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar ríka. Það eru um 1500 bækur sem eru fágætar og í hópi mestu perla í íslenskri bókmenningarsögu,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss sem hýsir fágætissafnið. „Þar er að finna allar Biblíurnar sem gefnar hafa verið út á Íslands. Allt […]
Safnahús – Einstakt fágætissafn opnað á sunnudaginn

Fágætissalur verður opnaður í Safnahúsinu á sunnudaginn, 18. maí nk. og hefst dagskráin í Ráðhúsi Vestmannaeyja kl. 13:30. Þann dag er Alþjóðlegi og íslenski safnadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Það er því vel við hæfi að fágætissafnið verði opnað þann dag. Það er í nýju sérútbúnurými í Safnahúsi Vestmannaeyja og […]
Fyrsti maí – Tónlistarveisla í boði Tónlistarskólans

„Tónlistarskólinn hefur séð um tónlistarflutning í 1. maí kaffi verkalýðsfélaganna um langt árabil. Í dag er það stéttarfélagið Drífandi sem sér alfarið um kaffið og hefur samstarf skólans og Drífanda verið farsælt og með ágætum,“ segir Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans sem stóð fyrir mikilli tónlistarveislu í AKÓGES þann 1. maí sl. „Það er frábært tækifæri […]
Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum

Karl Smári Hreinsson Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir […]
Puffin hlaupið í sól og blíðu

The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum. Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér […]
Kvennafrídagsins minnst á 1. maí

Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað. Tekið var […]
Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]