Fögnum því að fólk fái að kjósa

„Þegar ráðherrar eru farnir að gagnrýna hvern annan í fjölmiðlun er stjórnarsamstarfið orðið ansi súrt og enginn eftir til að verja ríkisstjórnarsamstarfið út kjörtímabilið. Það kom mér því ekki á óvart að forsætisráðherra hafi ákveðið að segja þetta gott og boða kosningar hið fyrsta,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar hún var beðin […]

Almannafé í furðulegt og óþarfa verkefni

„Fjármálaráðherra hefur sent óbyggðanefnd nýja kröfugerð vegna Vestmannaeyja. Í kröfunni hefur ráðherra fallið frá stórum hluta af fyrri kröfum. Ekki er lengur gerð krafa í Heimaklett eða brekkurnar í Herjólfsdal,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á Fésbókarsíðu sinni. „En því miður heldur ríkið sig enn við það að vilja hluta af Vestmannaeyjum ( Stórhöfða) […]

Líf og fjör á Bessastöðum

„Nú í morgun gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á minn fund og lagði fram tillögu um þingrof og í kjölfarið almennar kosningar til Alþingis í lok nóvember. Samkvæmt tillögu ráðherra situr ríkisstjórnin fram til kosninga. Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. greinar stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir […]

Hvalir að éta okkur út á gaddinn?

„Fyrstu niðurstöður loðnumælinga fyrir næstu loðnuvertíð eru ekki uppörvandi. En það verður farinn annar leiðangur í janúar til að mæla veiðistofninn. Vonandi náum við betur utan um mælingu á loðnustofninum þá. Vandi okkar er sá að það skortir verulega á grunnrannsóknir í hafinu og sumt má hreinlega ekki skoða eða tala um, og þá vísa […]

Lögreglan – Fjölmenn æfing á morgun

„Kæru íbúar. Á morgun, þriðjudag gætu bæjarbúar orðið varir við aukinn fjölda viðbragðsaðila á ferð um bæinn en það er tilkomið vegna fjölmennrar æfingar,“ segir í nýlegri Fésbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Langoftast verða bæjarbúar ekki varir við þjálfun viðbragðsaðila en reglulega eru haldnir stærri æfingardagar sem er liður í því að vera í stakk búinn […]

Skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku

„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til […]

Ný bók um alla helstu náttúruvá

Fors Ari Trausti Ads

Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14×20,5 cm og með fjölda mynda. Fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. […]

Seðlabankinn – Örlítið skref og varfærið

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber árið 2020 sem Seðlabank­inn lækk­ar vext­ina og eru meg­in­vext­ir bank­ans  núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið […]

Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón […]

Hafró enn á móti dælingu við Landeyjahöfn

Enn og aftur leggst Hafrannsóknarstofnun gegn fyrirhugaðri efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg af hafsbotni við Landeyjahöfn sem allir umsagnaraðilar, ekki síst bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa mótmælt kröftuglega. „Stofnunin gerir þetta þrátt fyrir að Heidelberg hafi minnkað fyrirhugaða efnistöku í kjölfar gagnrýni fyrr á árinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna. Umsögnin var birt fimmtudaginn 26. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.