Hræðist ekki að stokka upp í kerfinu

„Ég er ákaflega ánægð með fundinn og gaman að sjá þessa miklu mætingu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður, fyrrum ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins eftir fund í Ásgarði í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Áslaug Arna flutti framsögu þar sem m.a. kom fram að hún er óhrædd við breytingar og að stokka upp í […]

Saga sem ekki má glatast eða gleymast

Ingibergur Óskarsson heiðraður af Sjómannadagsráði: „Ingibergur hefur unnið óeigingjarnt og mikið starf við skráningu þeirra sem fóru siglandi gosnóttina fyrir 52 árum til þorlákshafnar. Hvaða bátar og skip komu við sögu. Áhafnir bátanna, myndir og sögur þeirra sem um er fjallað. Öll heimildavinnan. Það er ótrúlega gaman og gefandi að skoða þetta allt saman. Fyrir […]

Íris bæjarstjóri – Ómetanlegt afrek og metnaður

Skilgreinum okkur út frá þessum mikla atburði „Það er mér mikil ánægja, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að heiðra Ingiberg Óskarsson nákvæmlega á þessum degi. Því í dag minnumst við þess að rétt 52 ár eru nú liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Það er því ómetanlegt afrek hjá Ingibergi að leggja svo mikinn metnað […]

Unnur vann 14 titla sem þjálfari hjá ÍBV

Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Unnur spilaði handbolta frá árinu 1983- 1992 í meistaraflokki en á árum áður í yngri flokkum með Tý. Eftir að fjölskyldan flutti til Svíþjóðar spilaði hún þar með […]

Tveir Íslandsmeistaratitlar og einn bikar

Lék alls 223 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 28 mörk Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Hlynur á langan og farsælan feril að baki í íþróttunum. Helstu afrek hans voru á knattspyrnuvellinum. Hann er […]

Mótmælir aukningu á afla til strandveiða

Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir aukningu á afla til strandveiða í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir: Meðan félagsmenn innan SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum þessa lands, sæta skerðingu á aflaheimildum er stefnt að aukningu á afla til strandveiða. Því er haldið fram óhikað að þessi aukning sé „bara“ tekin úr […]

Ölduhæð í tólf metra í Landeyjahöfn

„Ný lægð nálgast úr suðri og fer lægðarmiðja hennar norður yfir landið vestanvert í dag.   Óveðrið heldur áfram með rauðum viðvörunum sem gilda fyrir nær allt landið. Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags. Austan megin við skilin heldur sunnan óveðrið áfram og mun geisa á stærstum hluta landsins, sunnan 25-30 […]

Nýtti öflugt tengslanet til að kynna Vestmannaeyjar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheimheima hlaut Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]

Fréttapýramídinn – Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Fleiri nýta sér frístundastyrki

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála  yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk. Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.