Björgunaræfing áhafnar Herjólfs í myndum

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti. „Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur […]
Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal: Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk […]
Makríllinn vonbrigði en góður gangur í síldinni

Enn eru óveidd um 30.000 tonn af 120.000 tonna heildarkvóta Íslendinga í makríl þetta árið. Ekki hefur veiðst makríll síðan í ágúst og nú hefur flotinn snúið sér að veiðum á norsk-íslensku síldinni og hafa veiðar gengið vel. „Makrílinn endaði þannig að við veiddum tæp 10.000 tonn og áttum eftir um 5500 tonn. Veiðin var […]
Keppast við að fá Írisi á lista?

„Það er sagt að þú sért einn eftirsóttasti bitinn í pólitíkinni þessa dagana og að flokkarnir keppist við að bjóða þér sæti á lista. Ertu á leið í landsmálin?“ spurði stjórnandi Silfurs á RÚV Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í þætti kvöldsins. Þar var Íris einn af fjórum gestum sem fóru yfir stöðuna í pólitíkinni […]
Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu. […]
Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]
Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]
Alex Freyr framlengir um þrjú ár

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um þrjú ár. Alex Freyr lék í 17 deildarleikjum er ÍBV varð Lengjudeildarmeistari í sumar. Alex er 31 árs miðjumaður sem hefur fest rætur í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki […]
Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]
Kappkostum að sinna verkum af kostgæfni

Eyjablikk ehf. er blikk og stálsmiðja sem hefur verið starfrækt um áraraðir. Fyrirtækið þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka sem og einstaklinga með allt milli himins og jarðar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum í gegnum árin. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði […]