Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]

Kári ekki meira með á tímabilinu

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag. Fór hann í hjartaþræðingu   á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. […]

Hræðist ekki að stokka upp í kerfinu

„Ég er ákaflega ánægð með fundinn og gaman að sjá þessa miklu mætingu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður, fyrrum ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins eftir fund í Ásgarði í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Áslaug Arna flutti framsögu þar sem m.a. kom fram að hún er óhrædd við breytingar og að stokka upp í […]

Saga sem ekki má glatast eða gleymast

Ingibergur Óskarsson heiðraður af Sjómannadagsráði: „Ingibergur hefur unnið óeigingjarnt og mikið starf við skráningu þeirra sem fóru siglandi gosnóttina fyrir 52 árum til þorlákshafnar. Hvaða bátar og skip komu við sögu. Áhafnir bátanna, myndir og sögur þeirra sem um er fjallað. Öll heimildavinnan. Það er ótrúlega gaman og gefandi að skoða þetta allt saman. Fyrir […]

Íris bæjarstjóri – Ómetanlegt afrek og metnaður

Skilgreinum okkur út frá þessum mikla atburði „Það er mér mikil ánægja, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að heiðra Ingiberg Óskarsson nákvæmlega á þessum degi. Því í dag minnumst við þess að rétt 52 ár eru nú liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Það er því ómetanlegt afrek hjá Ingibergi að leggja svo mikinn metnað […]

Unnur vann 14 titla sem þjálfari hjá ÍBV

Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Unnur spilaði handbolta frá árinu 1983- 1992 í meistaraflokki en á árum áður í yngri flokkum með Tý. Eftir að fjölskyldan flutti til Svíþjóðar spilaði hún þar með […]

Tveir Íslandsmeistaratitlar og einn bikar

Lék alls 223 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 28 mörk Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Hlynur á langan og farsælan feril að baki í íþróttunum. Helstu afrek hans voru á knattspyrnuvellinum. Hann er […]

Mótmælir aukningu á afla til strandveiða

Framkvæmdastjórn SSÍ mótmælir aukningu á afla til strandveiða í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Þar segir: Meðan félagsmenn innan SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum þessa lands, sæta skerðingu á aflaheimildum er stefnt að aukningu á afla til strandveiða. Því er haldið fram óhikað að þessi aukning sé „bara“ tekin úr […]

Ölduhæð í tólf metra í Landeyjahöfn

„Ný lægð nálgast úr suðri og fer lægðarmiðja hennar norður yfir landið vestanvert í dag.   Óveðrið heldur áfram með rauðum viðvörunum sem gilda fyrir nær allt landið. Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags. Austan megin við skilin heldur sunnan óveðrið áfram og mun geisa á stærstum hluta landsins, sunnan 25-30 […]

Nýtti öflugt tengslanet til að kynna Vestmannaeyjar

Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheimheima hlaut Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum […]