Aðför að lífeyrisréttindum sjómanna

Áhugaverð grein um lífeyrismál sem birtist í Morgunblaðínu í dag Árás er hafin á lífeyrisréttindi þeirra sem vinna ein erfiðustu og hættulegustu störf landsins – sjómanna og verkafólks. Ríkisstjórnin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað að afnema svokallað jöfnunarframlag vegna örorku, sem er eitt mikilvægasta úrræði lífeyriskerfisins til að tryggja jöfnuð á milli þeirra sem […]

Samgöngur í kreppu – Krefjumst lausna núna

„Nú þegar haustið er gengið í garð eru samgöngur við einangruðustu byggð Íslands þegar farnar að gefa undan og Baldur siglir alla vikuna í Þorlákshöfn,“ segir Haraldur Pálsson á Fésbókarsíðu sinni í dag og bendir á þá úlfakreppu sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru í. Bendir á mjög áhugaverða leið, stórskipahöfn í Landeyjafjöru. „Fimmtán árum eftir vígslu Landeyjahafnar […]

Laxey innan Bændasamtakanna

„Á Íslandi fellur landeldi, líkt og hjá Laxey, undir landbúnað en ekki sjávarútveg. Ástæðan er sú að starfsemin fer alfarið fram á landi og hefur meira sameiginlegt með búskap en hefðbundnum veiðum. Rekstrarformið snýst um að ala fisk við stjórnaðar aðstæður í kerfum og tönkum á landi, sambærilegt því hvernig bændur rækta plöntur eða halda […]

Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]

Lundaball – Örnefnin í Hellisey eru mörg og litrík

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það á við um Lundaballið 1987 í Alþýðuhúsinu sem Helliseyingar höfðu veg og vanda að. Allt gert með slíkum glæsibrag ekkert félag bjargveiðimanna hefur komist með tærnar þar sem Helliseyingar voru með hælana. Frá Lundaballinu er sagt frá í Fréttum þar sem segir: Guðjón Weihe lagði til […]

Ekki horft í krónuna hjá ríkinu

„Kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 12 sem reknar hefur verið fyrir Óbyggðanefnd og tekur til eyja og skerja hér við land nemur alls rúmum 96 milljónum króna, en heildarkostnaður við kröfugerðina er 192,4 milljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn,“ segir frétt Morgunblaðsins í dag. Segir […]

Laxey – Fyrsta slátrun í nóvember

Áfangi eitt er kominn í framleiðslu, og er á áætlun. Öll átta kerin, sem eru 28 metrar á þvermál og rúmar 5000 rúmmetrar, eru nú komin með lax í ræktun. Vinnsluaðstaða LAXEY er brátt að verða fullbúin og er áætlað að fyrsta vinnsla fari fram í nóvember. Samhliða þessu er uppbygging á áfanga tvö komin […]

Eyjamenn og Skagfirðingar sameinast gegn fjármálaráðherra

„Bæði Eyjamenn og Skagfirðingar eru staðfastir í þeirri ætlan sinni að halda sínum hlut gagnvart kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um að úteyjar Vestmannaeyja sem og Drangey á Skagafirði verði úrskurðaðar þjóðlendur. Telur hann rétt að óbyggðanefnd skeri þar úr,“ segir í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is. Gott til að vita að Eyjamenn eru ekki […]

Lundaball – Helliseyingar gáfu tóninn 1987

„Á laugardagskvöldið var hið árlega lundaball haldið með pomp og pragt í Alþýðuhúsinu og sló aðsóknin öll met, um 170 manns mættu. Salurinn var þéttsetinn en það virtist síður en svo skyggja á gleði samkomugesta,“ segir í Fréttum 5. nóvember 1987 um Lundaball sem Helliseyingar héldu það haustið. Lundaball sem markaði tímamót í sögu Lundaballa bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum í […]

Þrír kórar takast á við Requiem á allraheilagramessu

Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var  vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan  skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.