Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október […]
Lundaball – Fréttir úr fjarska – Skeyti víða að

Enn og aftur er vitnað í grein Frétta af Lundaballi Helliseyinga haustið 1987 sem markaði ein mestu tímamót í skemmtanalífi Eyjamanna fyrr og síðar. Hér kemur síðasti kaflinn sem er nett upphitun fyrir Lundaballið í Höllinni á laugardaginn. Eins og Eyjamönnum er von og vísa bárust skeyti frá fólki um allan heim, þar á meðal […]
Fjölbreytt vetrarstarf Landakirkju hafið

Vetrarstarf Landakirkju er hafið og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því dagskráin er mjög fjölbreytt. Hér kemur dagskrá Landakirkju þennan veturinn. Því stjórna prestarnir, séra Guðmundur Örn og Viðar Stefánsson. Mánudagur 15:00 – Kirkjustarf fatlaðra (aðra hverja viku). 16:30 – Barnakórsæfing. 18:30 – Vinir […]
Líflína mín til Eyja er vaður sem heldur

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]
Draumalið sem gæti strítt þeim stóru

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, 28 ára varaformaður ÍBV B, auglýsingastjóri ÍBV, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og einn mesti áhugamaður handboltans á Íslandi hefur síðustu daga komið sér upp sínu draumaliði í handboltanum og er valinn maður í hverju rúmi. Já, draumaliðið ÍBV B gæti strítt öllum liðum í Olísdeildinni. Hann vill ekki sleppa hendinni af Kára Kristjáni þó hann sé genginn til liðs við Þór […]
Sjaldgæfur erfðasjúkdómur tók yfir líf Ragnars Þórs

Ragnar Þór Jóhannsson er 36 ára Eyjamaður sem hefur á síðustu árum þurft að takast á við sjaldgæfan og lífs breytandi erfðasjúkdóm, Peutz-Jegher sem hefur haft mikil áhrif á hans daglegt líf. Ragnar er giftur Bjarteyju Kjartansdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þau Líam, París og Chloé. Veikindi Ragnars bönkuðu fyrst upp á sumarið 2021 og í framhaldi […]
Aðför að lífeyrisréttindum sjómanna

Áhugaverð grein um lífeyrismál sem birtist í Morgunblaðínu í dag Árás er hafin á lífeyrisréttindi þeirra sem vinna ein erfiðustu og hættulegustu störf landsins – sjómanna og verkafólks. Ríkisstjórnin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað að afnema svokallað jöfnunarframlag vegna örorku, sem er eitt mikilvægasta úrræði lífeyriskerfisins til að tryggja jöfnuð á milli þeirra sem […]
Samgöngur í kreppu – Krefjumst lausna núna

„Nú þegar haustið er gengið í garð eru samgöngur við einangruðustu byggð Íslands þegar farnar að gefa undan og Baldur siglir alla vikuna í Þorlákshöfn,“ segir Haraldur Pálsson á Fésbókarsíðu sinni í dag og bendir á þá úlfakreppu sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru í. Bendir á mjög áhugaverða leið, stórskipahöfn í Landeyjafjöru. „Fimmtán árum eftir vígslu Landeyjahafnar […]
Laxey innan Bændasamtakanna

„Á Íslandi fellur landeldi, líkt og hjá Laxey, undir landbúnað en ekki sjávarútveg. Ástæðan er sú að starfsemin fer alfarið fram á landi og hefur meira sameiginlegt með búskap en hefðbundnum veiðum. Rekstrarformið snýst um að ala fisk við stjórnaðar aðstæður í kerfum og tönkum á landi, sambærilegt því hvernig bændur rækta plöntur eða halda […]
Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]