Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]

Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]

Alex Freyr framlengir um þrjú ár

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um þrjú ár. Alex Freyr lék í 17 deildarleikjum er ÍBV varð Lengjudeildarmeistari í sumar. Alex er 31 árs miðjumaður sem hefur fest rætur í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki […]

Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]

Kappkostum að sinna verkum af kostgæfni

Eyjablikk ehf. er blikk og stálsmiðja sem hefur verið starfrækt um áraraðir. Fyrirtækið þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka sem og einstaklinga með allt milli himins og jarðar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum í gegnum árin. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði […]

Afmælishóf til heiðurs Sigurgeiri í Skuld

Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.:  „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ […]

Karlakór hugar að Færeyjaferð

Hið  árlega Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja var í Akóges í gærkvöldi og vel mætt eins og vænta mátti.  Er þessi skemmtilegi siður gott upphaf á starfsárinu. „Það er hins vegar undir okkur öllum komið hversu gagnlegt og skemmtilegt þetta verður. Það skiptir miklu máli að við mætum vel sjálfir og verum duglegir að bjóða með okkur,“ […]

Mikil umsvif hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum

Ingi Freyr – Einn víðförlasti netagerðarmaður Íslands „Hampiðjan er í dag stærsti framleiðandi veiðarfæra í heimi með starfsemi á 76 stöðum í 21 landi og með um 2000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er Hampidjan Baltic í Litháen, þar […]

Sigurgeir frá Skuld fagnar 90 ára afmæli

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ungur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn. Í framhaldi af því varð hann ljósmyndari Morgunblaðsins og er ekki alveg hættur því […]

Háspenna á lokamínútunum hjá konunum

Eyjakonur máttu sætta sig við jafntefli 22:22 þegar þær mættu ÍR á útivelli í kvöld í þriðju umferð Olísdeilarinnar. Er ÍBV með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina og í þriðja sæti eins og er. ÍR komst í 7:3 í byrjun leiks en staðan í hálfleik var 12:12 og var jafnræði með liðunum í seinni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.