Spáð fjórða sætinu á komandi leiktíð

Handboltavertíðin hófst í gær þegar Valur og ÍBV mættust í fyrsta leik Olísdeildar karla að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31:31 og gæti verið vísbending um góðan árangur Eyjamanna í vetur. Bæði karla- og kvennaliði ÍBV er spáð fjórða sæti á komandi leiktíð. FH trónir á toppnum hjá strákunum og Valskonur munu halda sæti sínu […]
Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]
Heimsókn bandaríska sendiherrans

Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom í heimsókn til Eyja ásamt eiginmanni sínum í síðustu viku. Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók á móti þeim. Fengu þau að sjá endurbæturnar á Ráðhúsinu áður en farið var í heimsókn í Sealife. Mikil upplifun var að sjá mjaldrana og lundapysjurnar sem þar eru. Eftir heimsóknina í […]
Rosalegt hrun í málþroska barna

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar – Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðum Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir […]
Ráðaleysi ríkjandi nema í Vestmannaeyjum?

„Stór hluti nemenda á yngsta stigi íslenskra grunnskóla nær ekki settum viðmiðum þegar kemur að lestrarfærni. Að loknum 1. bekk veit hluti nemenda ekki hvernig allir bókstafir stafrófsins hljóma. Með hverjum nýjum árgangi fjölgar þessum börnum. Á sama tíma fækkar þeim stöðugt sem ná viðmiðunum,“ segir í grein á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Blaðið hefur […]
Sæti í efstu deild í sjónmáli

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]
Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni. Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig […]
Ekki upp um deild þetta árið

ÍBV-konur lutu í lægra haldi fyrir Skagakonum á Hásteinsvelli í Lengjudeild kvenna í dag 0:1. Markið kom á 67. mínútu og þar við sat. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig og sæti í efstu deild ekki inni í myndinni þetta árið. Síðasti leikur tímabilsins er gegn HK á útivelli næsta laugardag, sjöunda […]
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]
Krafa um stóra og öfluga bíla

Jón Steinar – Vörubílar eru hans mál: Jón Steinar, sem á og rekur Braggabíla er yngstur bræðranna þriggja en bílar áttu fljótt hug hans allan. Fetaði sömu slóð og Sigurjón og Darri, lærði bifvélavirkjun og vann með þeim í 17 ár. Breytti um kúrs, keypti sér vörubíl og fetaði í fótspor pabbans, Adolfs Sigurjónssonar. Hann […]