Laxey - Fjárfesting upp á sextíu milljarða
30. október, 2024
larus - Layout B
Lárus: Þetta er spennandi verkefni en það sem heillaði mig mest var áhugi og sýn frumkvöðlanna á verkefnið.

Lárus stjórnarformaður – Ein stærsta framkvæmd á Íslandi án aðkomu hins opinbera -Framleiðsluverðmæti á ári um 30 milljarðar – Samfélagið, bæjarstjórn, hugarfar bæjarbúa og reynsla af sjávarútvegi hjálpar mikið

„Lagt var upp með áætlun fyrir tveimur árum síðan og hún hefur gengið eftir. Hún hljóðaði upp á að byggja upp seiðaeldisstöð, taka hrogn inn í nóvember 2023, ári eftir að framkvæmdir við bygginguna fóru af stað og nú eru seiði að fara frá stöðinni 19 til 20 mánuðum seinna. Í næsta mánuði verða fyrstu seiðin flutt austur í Viðlagafjöru í tanka sem eru sérstaklega hannaðir fyrir seiðin,“ segir Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður LAXEY um þau tímamót sem framundan eru. Landeldi á laxi í Vestmannaeyjum er að verða að veruleika.

„Það hefur flest staðist sem lagt var af stað með sem ég tel vera óvenjulegt í svo flóknu og stóru verkefni. Framkvæmdir hafa að mestu haldið áætlun. Orðið  röskun á einstökum áföngum án þess að hafa áhrif á tímasetningu verkefnisins frá því fyrstu hrognin voru tekin í hús og að fyrstu sölu á fiski. Tólf mánuðum eftir að seiðin verða flutt í eldisstöðina í Viðlagafjöru verður fyrstu löxunum slátrað, í nóvember 2025, og sjóðstreymi myndast,“ segir Lárus en segja má að hlaupið hafi á snærið hjá þeim og fyrstu tekjurnar koma inn strax næsta vor.

„Seiðaframleiðslan er umfram það sem við getum alið í áframeldinu í fyrsta tankakerfinu. Mikil eftirspurn er eftir stórseiðum á Íslandi sem við getum alið. Sáum það ekki fyrir en í sjóeldinu vilja menn stytta tímann í sjó. Með stærri seiðum sleppa þeir við a.m.k. einn vetur sem er erfiðasti tíminn fyrir seiðin. Það hjálpar þeim á margan hátt, í heilbrigði og dýravelferð.“

 

Stjórnendur á fundi: F.v. Bragi Magnússon, Viðar Örn Victorsson, Rustan Lindquist, Daði Pálsson, Hallgrímur Steinsson, Sigurður Georg Óskarsson, Gísli Geir Tómasson og Carl Terblanch.

Áætlanir staðist

Lárus segir að áætlanir um fjárfestingu hafi að mestu staðist. „Í grunninn hafa þær staðist en við erum að framkvæma með aðeins öðrum hætti en við ætluðum. Verðbólga  hefur haft sín áhrif, stækkun á eldisstöðinni, stórseiðin og annað kemur aðeins til hækkunar en stóra myndin, í tíma og fjárfestingu er nálægt því sem við lögðum upp með og ekkert  umfram það sem má búast við.“

Lárus segir verkefnið í heild vera mjög samanburðarhæft í fjárfestingu á hvert kíló af framleiddum fiski. „Þannig að við erum að gera þetta með mjög hagkvæmum hætti.“

Fyrsta áfanga í uppbyggingu Laxey lýkur með því að eldisstöðin í Viðlagafjöru verður tekin í notkun í næsta mánuði. „Með seiðaeldisstöðinni, lóð og mannvirkjum í Viðlagafjöru er fjárfestingin yfir tólf milljarða króna. Það er veruleg upphæð en við erum að gera þetta á eins hagstæðan máta eins og hægt er.“

Öflugir fjárfestar

Að baki mikilli fjárfestingu þarf öfluga fjárfesta og þess nýtur LAXEY. „Við erum mjög þakklát fyrir stuðning frá fjölskyldu Sigurjóns Óskarssonar sem skipti sköpum í upphafi. Það á líka við aðra fjárfesta  sem koma frá Vestmannaeyjum og víðar á Íslandi, fjölskyldum og starfsmönnum. Þrír lífeyrissjóðir hafa komið sterkt inn og fleiri mætti nefna,“ segir Lárus og bætir við.

„Fyrr á þessu ári fórum við af stað og með að fá inn erlenda fjárfesta með fjármagn og þekkingu í eldi og sölu á afurðum. Töldum það gott fyrir félagið og það tókst ágætlega. Erlendir aðilar eiga nú um  20 prósent í Laxey.  Fjölskylda Sigurjóns á tæplega helming hlutafjár. Það hefur vakið mikla athygli hjá bönkum og öðrum að finna þennan mikla áhuga á því sem við erum að gera og hvað hlutahafahópurinn er traustur.“

Erlendu fjárfestarnir eru norskir, þýskir, hollenskir og franskir þannig að hluthafahópurinn er mjög fjölbreyttur. „Við erum mjög ánægðir með hann. Í vor var skipuð ný stjórn sem endurspeglar breyttan eigendahóp. Það hefur styrkt félagið mjög mikið að fá reynt fólk úr laxeldi, bæði stjórnendur og stjórnarmenn sem hafa starfað í öðrum  laxeldisfélögum.“

Í sátt við samfélagið

Lárus tekur undir að samfélagið í Vestmannaeyjum er mjög hlynnt framkvæmdinni. Hefur verið alveg frá upphafi og aukið bjartsýni á framtíðina í Eyjum. Hefur það auðveldað ykkur að fá t.d. erlenda fjárfesta að verkefninu?

„Þetta hefur komið fram í öllum okkur kynningum hjá fjárfestum. Samfélagið, bæjarstjórn, hugarfar bæjarbúa og reynsla af sjávarútvegi hjálpar mikið. Eldið er nátengt sjávarútvegi þannig að fólkið okkar veit nokkuð vel að hverju það gengur. Hér eru góðir tæknimenn sem koma sterkt inn hjá okkur. Líka stjórnendur sem þekkja til verka í vinnu með fisk sem hefur nýst mjög vel. Bæjarstjórn hefur staðið mjög þétt við bakið á okkur og stutt eins og hægt er. Erum við mjög ánægðir og þakklátir fyrir það og líka þegar litið er til þess að hér spila saman öflug fjölskylda sem vill byggja upp Vestmannaeyjar og er með samfélagið að baki sér.“

Mikil fjárfesting

Eins og kom fram hér að framan er áætlað að verkið standi í tólf milljörðum þegar byrjað verður að slátra fiski á næsta ári en áfram skal haldið. „Samhliða erum við að gera ráð fyrir að hefja vinnu við áfanga tvö sem kallar á aukið fjármagn. Í fyrsta áfanga gerum við ráð fyrir að framleiða 5200 tonn af lifandi fiski eða 4500 tonn af slægðum. Einnig reiknum við með að selja yfir 1000 tonn af stórseiðum. Miðað við lifandi fisk erum við að framleiða yfir 6000 tonn og verðmæti um 6 milljarðar króna.“

Seiðaeldisstöðin er að fullu tilbúin og allur búnaður staðist það sem til er ætlast. „Prófunum er lokið á öllum búnaði, tryggja virkni í stöðinni og bólusetja fyrsta seiðahópinn. Framleiðslan  gengur mjög vel og nú er flutningurinn úr seiðastöð í áframeldið framundan. Við notum sérútbúin tankbíl til að flytja seiðin austur eftir. Já, hún er tilbúin og við sjáum þessa fallegu byggingu með stórum skjá á stafni hússins sem sýnir hvað er í gangi.“

 

default
Lárus: „Í fyrsta áfanga, sem við stefnum á að ljúka á fyrsta ársfjórðungi næsta árs eru stór fóðurgeymsla, orkuhús sem nýtast fyrir næstu áfanga. Þar er m.a. varaafl sem slær sjálfkrafa inn ef rafmagnið fer.

 

Fyrsti áfangi sá stærsti 

Það var mikið verkefni að útbúa innviði og gera lóðina byggingarhæfa, útbúa vegi, leggja fyrir rafmagni, vatni, koma upp vinnubúðum, mötuneyti og öðru sem til þarf. Það er allt tilbúið fyrir framtíðina. Mikil fjárfesting í búnaði og tækjum til að styðja við framkvæmdina. „Í fyrsta áfanga, sem við stefnum á að ljúka á fyrsta ársfjórðungi næsta árs eru stór fóðurgeymsla, orkuhús sem nýtast fyrir næstu áfanga. Þar er m.a. varaafl sem slær sjálfkrafa inn ef rafmagnið fer.

Eftir það áætlum við að byggja einn áfanga árlega  og ljúka verkinu að fullu 2030. Þá verður framleiðslan 32.000 tonn af heilum laxi eða 27.000 tonn af slægðum fiski. Gera má ráð fyrir að heildar fjárfestingin verði um 60 milljarðar og framleiðsluverðmæti á ári um 30 milljarðar en það er háð laxaverði á hverjum tíma. Verkefnið er eitt af stærstu framkvæmdum á Íslandi án beinnar aðkomu ríkis og sveitafélaga.

Kraftaverk á hverjum degi

Lárus segir félagið hafa verið einstaklega heppið að fá til starfa mjög öflugt fólk, bæði heimafólk, fólk sem flutt hefur til Eyja og útlendinga sem hafa sest hér að. „Í heild eru starfsmenn hjá Laxey um 35 manns, en einnig koma um 100 manns að byggingaframkvæmdum. Einnig er fjöldi óbeinna starfa,  þannig að áhrifin í bænum eru mikil og samfélagið að styrkjast með okkur. Þó tekjurnar komi ekki strax smitar framkvæmdin út í allt samfélagið. Þessi mikla framkvæmd hefur gengið vel og án áfalla og í mjög góðu samstarfi við nærsamfélagið. Er það ekki síst að þakka öflugum starfsmönnum sem á hverjum degi eru að gera kraftaverk,“ segir Lárus sem kom að þessu fyrir þremur árum.

„Það eru þrjú ár síðan ég kom að þessu. Frumkvöðlarnir, Daði og Hallgrímur höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri tilbúinn að aðstoða þá í þessari vegferð. Þetta var spennandi verkefni en það sem heillaði mig mest var áhugi og sýn þeirra á verkefnið. Þeir sjá fyrir sér að efla samfélagið í Vestmannaeyjum. Skapa atvinnutækifæri allt árið og spennandi störf  fyrir ungt fólk og efla atvinnulífið. Ekki að byggja upp og selja við fyrsta tækifæri. Þessi langtímahugsun, að byggja nýja stoð undir atvinnulíf í Vestmannaeyjum heillar alla sem til þekkja,“ segir Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður LAXEY að endingu.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst