Stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Vestmannaeyjum frá upphafi hefur loksins verið afhjúpað, Baðlón og Hótel Lava Spring. Pakkinn hefur verið fallega skreyttur og fengið að sitja undir trénu í dágóðan tíma og eftirvæntingin því mikil að fá að opna og nú loksins hefur hann verið opnaður. innihaldið er aldeilis ekki að skemma fyrir 1500 fm baðlón, 90 herbergja hótel og 50 störf hið minnsta auk afleiddra starfa.
Sennilega framkvæmd uppá margra milljarða. Áhrif á efnahag og atvinnulíf samkvæmt skýrslu Alta. “Skipulagsáætlanirnar taldar hafa veruleg og jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf” Verkefnið hefur núna verið kynnt á vinnslustigi. Vel hefur verið vandað til verka í skipulagsferlinu og mikil velvild er með verkefninu og því ætti fyrsta skóflustunga að eiga sér stað í uoohafi næsta árs.
Það er því áhugavert að skyggnast inní komandi framtíð og átta sig betur á hvað er í vændum Það er ekki oft að til verði fyrirtæki í Eyjum sem mun velta yfir milljarði á ári. Ef við tökum sem dæmi Skógarböðin þá veltu þau 784.milljónum í fyrra.
https://vb.is/frettir/skogarbodin-veltu-787-millj/
og stefnir á 18% aukingu á þessu ári og veltan því sennilega norðan megin við 900.000 kr. Verkefnið tók einungis 14 mánuði að fullklára! Lava Spring mun vonandi ná viðlíka árangri enda staðsetningin alveg einstök og þá er ótalin velta af komandi hóteli. Fjöldi afleiddra starfa og tekna skapast að auki við svona framkvæmd sem mun skila sér ríkulega til bæjarfélagsins og bæjarsjóðs.
Þetta verður sennilega stærsti ferðamannasegull eyjanna ef eitthvað er að marka höfuborgarsvæðið en þar kom í ljós að Sky Lagoon er helsti segullinn á höfuðborgarsvæðisins og toppar þar t.a.m Hallgrímskirkju og Hörpuna!
shttps://ff7.is/2023/10/sky-lagoon-er-helsti-segull-hofudborgarsvaedisins/
Lengra ferðamannatímabil
Það sem skiptir enn meira fyrir samfélagið og ferðaþjónustuna í heild er að þessi framkvæmd er líkleg til að lengja ferðamannatímabilið á eyjunni og auka þar með rekstarskilyrði og verðmætasköpun annara fyrirtækja í greininni. Hvort heldur þá veitingstaðir, fyrirtæki í afþreyingarþjónustu, Eldheimar, Herjólfur ofl. Þessu til hliðsjónar er ágætt að rifja upp hvað gerðist á Húsavík. Áður fyrr lagðist ferðaþjónustan í dvala yfir vetrarmánuðina ekki ósvipað og gerist nú í eyjum. Með tilkomu opnun Sjóbaðanna á Húsavík haustið 2018 breyttist staðan umtalsvert og farið var að markaðsetja rómantískar helgar með yfirskriftinni “Huggó á Húsavík” yfir vetrarmánaði í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu með þeim árangri að helgarnar sem áður stóðu auðar fylltust af lífi og hótel á svæðinu urðu meira og minna uppbókuð!
Það er því mikið undir að þetta verkefni fari að bera ávöxt. Hvort það er svo rómantískt eða ekki. Er ekki erfitt að sjá fyrir sér að geta legið í hlýju baðlóni Lava Spring að vetrarlagi þegar að sólin hefur sest, og virt fyrir sér stórbrotnu útsýni yfir Klettsvíkina og Eyjafjallajökul með himininn dansandi af norðurljósum.
Kælt sig svo eilítið niður með því að fá sér ískaldan sopa sem hefur verið kældur niður með litlum Eyjafjallakristölum (klökum). Innilega til hamingju með þennan merka áfanga og þessa glæsilegu uppbyggingu sem nú fer senn að hefjast.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Íris Róbertsdóttir, Páll Magnússon Eyþór Harðarson Njáll Ragnarsson
Ferðamannasamtökum Vestmannaeyja:
Berglind Sigmars, Íris Sif Hermannsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson, Gísli Matthías Auðunsson
að ógleymdum frumkvöðlum verkefnisins, hjónunum.
Kristján Rikharðsson, Margrét Skúladóttir Sigurz og allir Eyjamenn.
Litla Mónakó – Framtíðin er Hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst