Míla byggir upp framtíð fjarskipta í Vestmannaeyjum

„Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar. Míla hefur fylgst af virðingu með þeim góða árangri sem Eygló hefur náð á þeim stutta tíma sem félagið hefur starfað og tekur við því góða starfi. Míla mun fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu […]

Vestmannaeyjabær slapp fyrir horn

Í sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 26. ágúst sl. samhljóða að ganga að kauptilboði Mílu hf. á Eygló ehf. Er málið því að fullu afgreitt af hálfu ráðsins. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum um málið. Lýstu þeir allir fullum stuðningi við niðurstöðuna. Salan á Eygló […]

Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]

Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja á morgun

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Akógessalnum annaðkvöld, miðvikudag 18. september klukkan 20:00. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta […]

Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar  Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar […]

Þrettán ára sigurvegari í pílu

Vestmannaeyjar Open pílumótinu sem hófst á föstudaginn lauk í gær með æsispennandi keppni. Parakeppnin var á föstudaginn en í gær var einstaklingskeppnin. Kári Vagn Birkisson, 13 ára stóð uppi sem sigurvegari. Vann landsliðsþjálfarann, Pétur Rúðrik Guðmundsson í úrslitaleiknum. Kári Vagn er mjög efnilegur píluspilari og náði níu pílna legg fyrir ekki svo löngu síðan sem […]

Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]

Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]

Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.