Lögreglan – Fjölmenn æfing á morgun

„Kæru íbúar. Á morgun, þriðjudag gætu bæjarbúar orðið varir við aukinn fjölda viðbragðsaðila á ferð um bæinn en það er tilkomið vegna fjölmennrar æfingar,“ segir í nýlegri Fésbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Langoftast verða bæjarbúar ekki varir við þjálfun viðbragðsaðila en reglulega eru haldnir stærri æfingardagar sem er liður í því að vera í stakk búinn […]

Skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku

„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til […]

Ný bók um alla helstu náttúruvá

Fors Ari Trausti Ads

Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14×20,5 cm og með fjölda mynda. Fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. […]

Seðlabankinn – Örlítið skref og varfærið

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýri­vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóv­em­ber árið 2020 sem Seðlabank­inn lækk­ar vext­ina og eru meg­in­vext­ir bank­ans  núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið […]

Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón […]

Hafró enn á móti dælingu við Landeyjahöfn

Enn og aftur leggst Hafrannsóknarstofnun gegn fyrirhugaðri efnistöku þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg af hafsbotni við Landeyjahöfn sem allir umsagnaraðilar, ekki síst bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa mótmælt kröftuglega. „Stofnunin gerir þetta þrátt fyrir að Heidelberg hafi minnkað fyrirhugaða efnistöku í kjölfar gagnrýni fyrr á árinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna. Umsögnin var birt fimmtudaginn 26. […]

Sigurgeir og sonardóttirin slá saman

Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur […]

Geðrækt og geðheilsa í bland við tónlist og gleði

„Tilgangur Geðlestarinnar er að tala um geðheilsu og leiðir til að viðhalda henni. Við þurfum að huga að geðheilsu allt lífið og hlúa að henni. Geðheilbrigðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni út lífið. Við þurfum að horfa til orsaka frekar en afleiðinga í viðleitni okkar til að bæta líðan fólks. Hvað er það í […]

Pysjurnar vel á sig komnar og óvenju margar

Pysjutímabilið í ár stóð frá ágúst og fram i september sem er hinn hefðbundni tími. Pysjurnar voru vel á sig komnar sem staðfesti frásagnir lundakarla um að mikið hefði verið um sílisfugl seinni hluta sumars. Síli er aðalfæða lundans og samkvæmt Hafró eru mörg ár síðan jafnmikið hefur fundist af því við Suðurströndina. Pysjueftirlitið, sem […]

Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Karl Smári Hreinsson Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.