Sigurbjörg ÁR, nýtt bolfiskskip Ísfélagsins kom til Hafnarfjarðar í lok ágúst. Sigurbjörg var smíðuð í Tyrklandi og búin öllu því nýjasta í tækja- og vélbúnaði. Sigurbjörg landaði í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum föstudaginn 4. október. Er hún á allan hið glæsilegasta skip og margar nýjungar um borð sem létta áhöfninni störfin og eykur öryggi hennar. Er hún stórt stökk inn í framtíðina.
Mikil sjálfvirkni og öflugur búnaður
Sigurbjörg ÁR er smíðuð hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul .
Mest lengd 48,10 m, skráð lengd 44.43 m.
Aðalvél MAN 6L 27 /38 1795 kW @ 800 sn / mín.
Skrúfugír er Rentjes SVAL 900 -33, gírhlutfall 6,955:1.
Skrúfan er frá MAN, fjögurra blaða , 3800 mm í þvermál.
Ásrafall 1500 kW.
Hjálparvélar eru tvær : MAN / Lindenberg 500 kW 1800 sn / mín.
Bógskrúfa : Brunvoll 340 kW þvermál 1225 mm.
Spilbúnaður kemur allur frá Spánska framleiðandanum Ibercisa og samanstendur af 4 togvindum, 3 gildavindum, 6 grandaravindum, tveimur pokavindum, 8 bakstroffuspilum, 2 akkerisspilum ásamt nokkrum fleiri hjálparvindum .
Togvindustjórnun er frá Scantrol.
Dekk krani : Gurdesan .
Vinnslubúnaður er frá Klaka hf. og í skipinu er einnig lestarbúnaður frá Klaka en búnaður sem setur afla í lest og landar honum er algerlega sjálfvirkur
Kælibúnaður kemur frá Kælismiðjunni Frost og samanstendur af lestarkælingu , kælingu á afla í körum á vinnsluþilfari þar sem kældum sjó er hringrásað til að ná sem bestir kælingu aflans áður en hann fer niður í lest Kerfið framleiðir svo krapa sem dælt er í fiskikör áður en þau fara að lestinni .
Siglingatæki koma öll frá Simberg en aflanemakerfi er frá Marport.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst