Röddin – Upplestrarkeppni – Sigurvegarar

Ellefu nemendur í 7. bekk kepptu um að vera fulltrúar GRV á lokahátíð Raddarinnar-upplestrarkeppni sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. með ræktunarhlutanum en það er mikilvægast hluti keppninnar. Þar er höfuðáhersla á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. Í lok ræktunartímabils eru haldnar bekkjarkeppnir og valdir fulltrúar úr bekkjunum til […]

Skammtur tvö af hrognum er komin í hús!

Skammtur tvö er komin í hús hjá LAXEY sem tók í dag á móti 600.000 hrognum sem er helmingur af afkastagetu klakstöðvarinnar. Hrognin eru frá Benchmark Genetics. Þetta kemur fra á Facebókarsíðu félagsins sem er með starfsemi í Vestmannaeyjum. „Móttaka og vinnsla hrognanna gekk eins og við var að búast enda mikill undirbúningur og vinna […]

Kátir krakkar í fimmta bekk stúdera loðnu

Fimmtubekkingar í Grunnskóla Vestmannaeyja sóttu Vinnslustöðina heim í byrjun vikunnar til að fræðast um loðnu, bæði munnlega og verklega. Þetta er árleg heimsókn af sama tilefni enda loðnan bekkjarfiskur fimmtubekkinga og Vinnslustöðin kjörin vettvangur til að gaumgæfa þennan verðmæta en duttlungafulla fisk á alla vegu, sama hvort loðna veiðist það árið eður ei. Þannig er […]

Addi í London var á staðnum

Eld­gos hófst á Reykja­nesskaga í gærkvöldi og er talið það öflugasta frá byrjun jarðeldanna.  Gosið braust út á Sund­hnúkagígaröðinni á milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells, frem­ur nær Stóra-Skóg­felli, á svipuðum stað og gosið sem varð 8. fe­brú­ar. Á vef­mynda­vél mbl.is má sjá að gosið hófst klukk­an 20.23. Greint var frá gos­inu á mbl.is mín­útu síðar. Okkar […]

Efnahagsbati í Bandaríkjunum örvar markað fyrir fisk

„Umskiptin sem ég sá og skynjaði í bandarísku samfélagi komu þægilega á óvart og lofa góðu. Deyfð, drungi og samdráttareinkenni í efnahagslífi í Boston og nágrenni í mars í fyrra höfðu vikið fyrir mjög auknum umsvifum og bjartsýni. Ég kom því heim núna með allt aðra og betri tilfinningu í maganum en gera mátti ráð […]

Tónleikar á laugardag í Safnaðarheimilinu

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í Safnaðarheimilinu laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður rómur […]

Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Vestmannaeyja

„Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei.  Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, […]

Músíktilraunir – Þögn keppir í kvöld

Fjörutíu og þrjár hljómsveitir keppa í Músíktilraunum 2024 og yfir hundrað frumsamin lög verða flutt. Meðal hljómsveita er Þögn frá Vestmannaeyjumsem skipuð er ungum stúlkum. Þögn keppir í kvöld en úrslitin eru haldin í Norðurljósum í Hörpu dagana 10. – 16. mars. (meira…)

Hefðum getað gert betur

Eyjamenn sóttu ekki gull í greipar Valsmanna í bikarúrslitaleiknum í gær. Úrslitin 43:31 fyrir Val sem fagnaði bikarmeistaratitlinum þetta árið. Í hálfleik var staðan 17:15 fyr­ir Val og útlitið ekki slæmt fyrir ÍBV. Í seinni hálfleik gekk allt upp hjá Val og svör vantaði hjá ÍBV. Því fór sem fór. Í viðtali við handbolti.is sagði […]

MAGGI OG BREKI VE HÁLFNAÐIR Í FERTUGASTA TOGARARALLINU

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í síðari hluta verkefnisins: Okkur hefur gengið vel og veðrið ekki sett strik […]