Eyjamenn fjölmennir á Sjávarútvegssýningunni

Sjávarútvegssýningin 2025 var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku og var hún að mati forráðamanna sýningarinnar stærsta  sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Aðsókn var góð og að venju fjölmenntu Eyjamenn á sýninguna. Þar hittist fólk og rifjaði upp gömul kynni og ný urðu til. Hún stóð undir nafni og sýndi miklar framfarir í tækjum og […]

Árgangur 66 náði að toppa sig

„Haustið er að vanda tími árgangsmóta í Vestmannaeyjum en þau eru að margra mati einstök á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Hvert árgangsmótið á fætur öðru hefur verið síðustu helgar og í flestum tilfellum er þetta tveggja daga helgi með tilheyrandi fjöri. Einn af þessum árgöngum sem tók síðustu helgi með stæl í Eyjum […]

Vestmanneyjahlaupið – Sextíu og átta ára aldursmunur

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september.  Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður. Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á […]

Fjórði fjármálaráðherrann gerir atlögu að Eyjamönnum

Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu. Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir […]

Slippurinn In Memoriam – Síðasta kvöldmáltíðin

„Ég gekk út af Slippnum í síðasta sinn í gærkvöldi. Aldrei hef ég snætt níu rétta veislumáltíð (myndir fylgja af ígulkerjum, skötuselskinnum og skyrdesert!) með meiri trega; eiginlega með kökk í hálsinum í hverjum bita! Fjórtán sumra sælkeraveislu er lokið. Frumlegasti og að flestu leyti besti veitingastaður á Íslandi skellir formlega í lás í kvöld,“ […]

Ísfélag – Makrílvertíð lokið og síldarvertíð tekur við

Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka. Öll uppsjávarskip félagsins, […]

Kári Kristján á leið í Þór Akureyri?

„Kári Kristján Kristjánsson staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri í viðræðum við nýliða Þórs í Olís-deild karla. Handkastið greindi frá því í gær að ,“ segir á handkastid.is og vitnað til þess að samningaviðræður við uppeldisfélagið ÍBV strandaði á ótrúlegan hátt í byrjun ágúst mánaðar. ,,Ég fór norður í byrjun vikunnar að skoða aðstæður og hitta […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

Skemmtilegasti félagsskapur sem hugsast getur

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Kiwanishúsinu í kvöld, 11. september. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá sig og draga jafnvel […]

Slippurinn er eins og ástarsaga af bestu gerð

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé komin síðasta vikan sem Slippurinn er opinn. Staður sem margir hugsa til sem veitingastaðar en ég hugsa til sem heimilis, skóla og húss minninga sem eru margar af þeim bestu sem ég á,“ segir Gísli Grímsson á Fésbókarsíðu sinni. Hann er Eyjamaður og mikill vinur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.