Ný Heimaey VE 1 væntanleg kl. sjö í fyrramálið

Öflugra skip og burðargetan 2500 tonn „Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með með áður,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins um Heimaey VE, nýtt skip Ísfélagsins sem væntanlegt er til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan sjö í fyrramálið, laugardag . […]

Eyjakonan Hrafnhildur Ýr dúxaði

Vestmannaeyingurinn Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á nýliðinni vorönn. Fjölmennasta brautskráning í sögu skólans fór fram í gær og vegna umfangsins var athöfnin flutt í íþróttahúsið Iðu. Frá þessu er greint á sunnlenska.is en alls útskrifuðust 155 nemendur af 13 námsbrautum, 103 stúdentar af bóknámsbrautum, 43 af öðrum brautum og 9 af verknámsbrautum […]

Dagskrá sjómannadags hefst í dag

Í hönd fer sjómannadagshelgin og byrjar dagskráin í dag með kökubasar Eykindils í sal Líknar við Faxastíg frá klukkan 14.00 til 17.00. Klukkan 14:00 verður opnuð í Einarsstofu sýning Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja með þátttöku 15 félaga. Er hún opinn frá kl. 10.00 til 17.00 alla helgina. Skátar dreifa Sjómannadagsblaðinu í öll hús og yngri […]

Fjölbreytt blað Eyjafrétta kemur út í dag

Í dag kemur blað Eyjafrétta út og er fjölbreytt að efni sem er helgað Sjómannadeginum á sunnudaginn. Mörg áhugaverð viðtöl við fjölda fólks sem á einn eða annan hátt tengjast sjó og sjómennsku. „Ég var borubrattur þegar ég mætti til Eyja um haustið með fullt rassgat af peningum inn á bók eftir fína afkomu á […]

Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

Í blaði Eyjafrétta sem kemur út í dag „Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2018. Þar var […]

ÞSV – Mörg tækifæri við sjóndeildarhringinn

Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja 2025; „Í fyrra flutti ég fyrstu skýrslu stjórnar úr þessum stóli. Þá lýsti ég því hvernig ég hafði tekið mér nokkra mánuði til að djúprýna starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja ásamt þeim tækifærum sem kynnu að standa frammi fyrir Vestmannaeyjum á sviði nýsköpunar og þróunar,“ sagði Tryggvi Hjaltason formaður Þekkingarsetursins á aðalfundi þess 16. […]

Mörgum spurningum ósvarað

Eftirfarandi grein birti Gylfi Viðar Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri Hugins VE á Fésbókarsíðu sinni. 𝐕𝐞𝐠𝐧𝐚 𝐬𝐤ý𝐫𝐬𝐥𝐮 𝐑𝐍𝐒𝐀 𝐨𝐠 𝐟𝐫é𝐭𝐭𝐚𝐫 𝐟𝐫á 𝐕𝐒𝐕 Nú liggur fyrir skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um mál er ankeri Hugins VE55 festist í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17.nóvember 2023. Þar sem Vinnslustöðin brást þegar í stað við með frétt til að svara niðurstöðum þeirrar […]

Eyjamenn fengu skell á móti Val

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær. Á Hlíðarenda mættust Valur og ÍBV.  Eyjamenn byrjuðu leikinn ágætlega og áttu fínar rispur en þeir voru spila án tveggja lykilmanna, þeim Omar Sowe og Oliver Heiðarssyni og þá meiddist Sigurður Arnar Magnússon í upphitun. Eftir um 25 mínútna leik tóku Valsmenn þó yfir leikinn […]

Eyjaskinna dregin fram við opnun Fágætissafns

„Eyjaskinna er skinnbók sem gerð var fyrir norðan fyrir Þorstein Víglundsson og er gestabók sem dregin er fram við hátíðleg tækifæri. Fyrsta færslan er frá 1938. Bjarni Guðjónsson, bróðir Ásmundar greifa skar út forsíðuna sem er hið mesta listarverk,“ segir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss um hina merkilegu bók sem liggur frammi þegar Fágætissafnið verður opnað […]

Fágætissafnið – Ómetanleg gjöf Ágústs Einarssonar

„Grunnurinn að fágætissafninu er gjöf Ágústar Einarssonar sem hann gaf í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar ríka. Það eru um 1500 bækur sem eru fágætar og í hópi mestu perla í íslenskri bókmenningarsögu,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss sem hýsir fágætissafnið. „Þar er að finna allar Biblíurnar sem gefnar hafa verið út á Íslands. Allt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.