Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]
Eyjafréttir í dag – Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]
Skráning í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]
Þyngra en tárum tekur

„Það eru mér gríðarleg vonbrigði og þyngra en tárum taki að geta með engu móti verið á mínum æskuslóðum í dag, til að minnast 50 ára goslokum í Heimaey. Fyrir nokkrum dögum fór ég í einfalda aðgerð á Landspítalanum. Af óviðráðanlegum orsökum þarf að endurtaka aðgerðina og verð ég því fjarri góðu gamni,“ segir Ásmundur […]
Eliza Reid, forsetafrú – Kæru Eyjamenn!

Við minnumst þess núna að hálf öld er liðin frá goslokum. Það voru svo sannarlega gleðitíðindi þegar því mátti slá föstu að hinum hrikalegu eldsumbrotum væri lokið. Þessa sögu þekkið þið Eyjamenn auðvitað miklu betur en ég, ekki síst þau sem hér bjuggu þegar hamfarirnar hófust. Þá var ég reyndar ekki fædd. Auk þess verð […]
Happ að fá allan þennan vikur

„Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax […]
Henry P. Lading enn og aftur

„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu. „Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 […]
Mikilvægur leikur hjá KFS í dag

KFS, sem leikur í þriðju deild karla mætir ÍH á Týsvelli klukkan 14.00 í dag. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. KFS er í níunda sæti með 10 stig eftir níu umferðir. ÍH er með 8 stig eftir jafnmarga leiki en þetta er síðasti leikur deildarinnar í 10. umferð. Biður KFS um góðan stuðning. (meira…)
Eyjakonur tóku Fram í kennslustund

ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik við KA/Þór á Akureyri,“ segir á handbolti.is, Yfirburður ÍBV voru miklir í leiknum því á löngum […]
Heilsueflingardegi frestað til 5. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár um næstu helgi höfum við tekið ákvörðun um að fresta heilsueflingardeginum til sunnudagsins 5. febrúar. Ákveðið var að málþingið yrði á laugardaginn, 28. janúar en er nú frestað. Dagskrá verður fjölbreytt en eins og áður kemur fram verður fólk að sína biðlund því byr mun ráða þó kóngur vilji sigla. (meira…)