Tyrkjaránsins verði minnst á 400 ára afmælinu 2027

created by dji camera

„Alþingi ályktar að í tilefni þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá örlagaríkum atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu á Íslandi árið 1627, verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um atburðinn. Nefndin skal meðal annars standa fyrir kaupum á minnisvarða, standa fyrir málþingi og stofna fræðslusjóð. Einnig er […]

Loðnan hinkrar við eftir nýju tungli

– SEGIR JAPÖNSK SJÓMANNASPEKI – Kemur loðnan í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða lætur hún ekki sjá sig í ár svo nokkru nemi? Spurning sem brennur á fjölda fólks í mörgum íslenskum sjávarplássum og ekki síður á þeim sem ráðstafa því sem sem góð loðnuvertíð myndi skila sjóðum sveitarfélaga og sjálfu þjóðarbúinu. Fylgst er […]

Haukur í Horni í Norðausturkjördæmi

Kröfulýsing gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti: „Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármálaráðherra sem beinast að eyjum og skerjum við Ísland veki mikil viðbrögð fólks, þá sérstaklega sveitarstjórnarfólks sem segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Flestar eyjar sem kröfurnar beinast að […]

Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]

Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný 

Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd. Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði  fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar […]

Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Niðurstaðan er að af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og […]

Hvað var keypt þegar Vestmannaeyjar voru seldar?

Hvenær er 1. apríl? Útspil Óbyggðanefndar, sem krefst fyrir hönd íslenska ríkisins að stór hluti Vestmannaeyja skuli teljast þjóðlenda, bar því miður ekki upp á 1. apríl. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp síðustu sölu Vestmannaeyja þar sem ríkið var einmitt sá er seldi. Hér verður því leitast við að svara einfaldri spurningu: […]

Kröfur fjármálaráðherra – Ekki Óbyggðanefndar

Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja […]

Ríkið vill gleypa allar Vestmannaeyjar 

Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð […]

Karlarnir í fjögurra liða úrslit

Eftir heldur brokkgenga byrjun ÍBV eftir jólafrí, bæði í meistaraflokki karla og kvenna í Olísdeildinni náðu karlarnir góðum spretti í dag. Eru komnir í undanúrslit í bikarnum eftir sjö marka sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34:27. Staðan í hálfleik var 15:14. Þar með eru Eyjamenn komnir í fjögurra liða úrslit bikarsins sem fer fram í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.