„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir mun semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍBV – íþróttafélagi.
„Jóhanna Guðrún hefur um áraraðir verið ein allra fremsta söngkona landsins og því borðleggjandi að hún taki að sér þetta verkefni á þessum stóru tímamótum hátíðarinnar. Þjóðhátíðarnefnd hlakkar gríðarlega til að fá að heyra lagið. Við lofum algerri neglu.“
Mynd af Facebooksíðu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst