Á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn gerði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 og fór yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem ekki var búið að yfirfara þær fyrir fyrri umræðu. |
Minnihluti Sjálfstæðisflokk hvatti til varkárni í bókun sinni. „Í ljósi loðnubrests þessarar vertíðar er ljóst að tekjur bæjarsjóðs minnka til muna. Stór fjárfestingarverkefni komandi ára munu ganga verulega á sjóði bæjarfélagsins og þ.a.l. eykst mikilvægi aðhalds í rekstri bæjarfélagsins enn frekar. Þeirri stöðu þarf að taka alvarlega og gæta þarf þess að taka ekki ákvarðanir sem leiða til óþarfa útgjalda,“ segir í bókuninni sem allir fjóri fulltrúar skrifðu undir.
„Í bókun meirihlutans er bent á að afkoman á árinu 2023 hafi verið góð, niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta) hafi verið jákvæð um 564 milljónir króna sem sé um 400 milljónir króna umfram áætlun og 530 milljónir króna betri en árið á undan. Veltufé frá rekstri samstæðunnar sé 16,9%. „Rekstrarafkoma A- hluta er jákvæð um 231 milljónir króna og um 409 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem sýnir að rekstur bæjarins er sjálfbær í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga og er veltufé frá rekstri 16% af A-hluta. Fjárfestingar bæjarins hafa aukist á árinu og þær hafa allar verið fjármagnaðar af eigin fé og ekki hefur komið til lántöku. Framtíðarhorfur samfélagsins eru bjartar,“ segir í bókuninni sem allir fimm fulltrúar fulltrúa H-lista og E-lista skrifa undir. Páll Magnússon, forseti, bar upp niðurstöðutölur úr endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023: a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 176.276.000 Samstæða Vestmannaeyjabæjar Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 542.471.000 Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 205.726.000 Ársreikningur Félagslegra íbúða 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 18.438.000 Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 94.282.000 Ársreikningur Vatnsveitu 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0 Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 55.360.000 Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -9.930.000 Ársreikningur Eyglóar eignarhaldsfélags ehf. 2023: Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 2.320.000 Endurskoðaður ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023 var samþykktur með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst