Nova Fest á Vöruhúsinu sló í gegn

Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu […]
Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum

Fann mig knúinn til þess að skrifa fáein orð um Fágætissafnið í Vestmannaeyjum sem vakti með mér bæði undrun og aðdáun segir Gunnar Salvarsson, fyrrverandi fréttamaður í áhugaverðri grein á visir.is. Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr […]
Vel heppnað opnunaratriði BBC

Það var myndarlegur hópur ungmenna í Vestmannaeyjum sem svaraði kalli BBC í gærkvöldi sem hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. um lundapysjubjörgunina í Eyjum. Voru íbúar Vestmannaeyja, börn og fullorðnir beðnir um aðstoð við opnunaratriði þáttarins og fólk hvatt til að fjölmenna á Vigtartorg. Allir áttu að segja saman, We are the puffin patrol. Voru Nathalie og Josh frá BBC á staðnum og leiðbeindu fólki. […]
BBC biður fólk að mæta á Vigtartorg í kvöld

BBC hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. lundapysjubjörgunina í Eyjum og biður íbúa Vestmannaeyja, börn og fullorðna um aðstoð. Hvetja þau fólk til að fjölmenna á Vigtartorgið kl. 23.00 í kvöld, 20. ágúst þegar opnunaratriði þáttarins verður tekið upp og segja saman, We are the puffin patrol. Munu Nathalie og […]
Óskar Pétur í heimsókn á fréttastofu Sýnar

„Ég átti inni boð hjá Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra fréttastofu Sýnar að líta við hjá honum á Sýn. Ég og barnabarnið Emil Sölvi fórum á Sýn í gær og var mjög skemmtilegt að sjá fullt af útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum, allt á einum stað,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem brá sér í kaupstaðarferð um helgina. „Kristján Már […]
Raggi Sjonna og dúfurnar í Fiskó

„Í gærmorgun sá ég á Facebook að Eyjamaðurinn Raggi Sjonna ætlaði að kynna dúfur sínar í Gæludýrabúðinni Fisko Kauptúni 3 í Garðabæ,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem var á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Raggi sem fyrir löngu er orðinn landsfrægur sem einn öflugasti dúfnabóndi landsins sýndi aðallega mismunandi liti í dúfunum og hvernig bréfadúfurnar skiluðu sér heim. Hringur á fótum þeirra virkar eins og segulrönd til […]
Palli Guðjóns – Þjóðhátíð á síðustu öld í myndum

Páll Guðjónsson fæddist 1950 í Reykjavík og fluttist þriggja ára til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til átta ára aldurs. Faðir Páls Guðjónssonar var Guðjón Pálsson, hljóðfæraleikari og tónlistakennari frá Eyjum. Að loknu námi í viðskiptafræði réðist hann sem bæjarritari hjá Vestmannaeyjabæ 1978 til 1982. Á erilsömum árum þegar verið var að ljúka uppbyggingunni í Eyjum […]
Þaulreynt sálgæslu- og áfallateymi á vakt alla hátíðina

Hátíðin fór vel fram frá okkar bæjardyrum séð og allflestir voru til fyrirmyndar Margir koma að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd Þjóðhátíðar. Má nefna þjóðhátíðarnefnd, Heilbrigðisstofnun, sýslumannsembættið, Björgunarfélagið, slökkvilið, Herjólf, Landakirkju og Vestmannaeyjabæ þar sem er unnin fjölbreytt vinna í tengslum við hátíðina, við götulokanir, bakvaktir í barnavernd og allt þar á milli. Á hátíðinni er […]
Samstaðan hafði betur í baráttunni við veðurguðina

Þau voru mörg viðfangsefnin sem þjóðhátíðarnefnd og allir sem komu að hátíðinni í ár fengu að kljást við. Föstudagskvöldið færði með sér óvenju kraftmikið veður, með miklum hvellum og hviðum sem gengu yfir Vestmannaeyjar fram á nótt. Í Herjólfsdal var allt á fullu, ekki af neyð, heldur samstillt átak þar sem hver og einn lagði […]
Gummi á Þjóðhátíð – FM-Blö flottastir

Guðmundur Ásgeir Grétarsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíðina í ár og skemmti sér vel þó veðrið hefði mátt vera betra. „Mér fannst FM-Blö mjög flottir,“ segir hann þegar hann var spurður um hvað stóð upp úr á hátíðinni. „Þeir voru bara bestir.“ Annars var hann ánægður með hátíðina í heild og lét ekki rigningu og rok slá […]