Kristján elti betri helminginn

Kristján Þór Jónsson er arftaki Ingibergs Einarssonar á flugvellinum. „Verð kallaður Kiddibergur hér eftir,“ sagði Kristján og sló á létta strengi. „Ég hef ekki áður unnið hjá Isavia en komið að rekstri fyrirtækja og hef víðtæka reynslu. Svo flutti betri helmingurinn, Eyja Bryngeirsdóttir hingað. Hún er Eyjakona og var ráðin leikskólastjóri á Kirkjugerði og ég […]
Flóttamenn til Eyja án samráðs við bæinn

„Einhliða ákvörðun ríkisins um að leigja húsnæði fyrir flóttafólk í Vestmannaeyjum gerir sveitarfélaginu mun erfiðara fyrir að sinna nauðsynlegri þjónustu. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gagnrýnina fyrst og fremst snúa að samstarfsleysi ríkisins við Vestmannaeyjarbæ,“ segir á mbl.is. „Það sem við erum að gagnrýna er að þetta samstarf og samtal á sér ekki stað áður en […]
Halli Geir heimsmeistari á annarri

„Elsku Halli minn þurfti að víkja frá keppni á hægri hendi vegna meiðsla eftir fjórðu glímu. Hér er hann með Úkraínumanninum Oleh Zhokh sem er bestur í heiminum í 85.kg.flokki á vinstri. En við Eyjamenn eigum heimsmeistara í sjómann á vinstri líka,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, eiginkona Haraldar Geirs Hlöðverssonar sem vann frækin sigur í flokki […]
Konur unnu – Karlar töpuðu

Eyjakonur í handboltanum gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar þær mættu Haukum í Olísdeildinni. Úrslitin urðu 23:24 en í hálfleik var staðan sextán mörk gegn ellefu okkar konum í vil. Er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar. Á Skaganum var ÍBV í þægilegri stöðu, 2:0 yfir gegn ÍA í næst síðasta leik neðri hlutans […]
Undir gjallregni – Útgáfuteiti í Eldheimum í dag

„Fjölmennt útgáfuteiti Óla á Stapa móðurbróður míns haldið í Pennanum Eymundssyni við Skólavörðustíg í gær. Undir gjallregni heitir þessa magnaða bók sem er svo listilega vel skrifuð um upplifun hans í eldgosinu í Eyjum 1973 þar sem hann starfaði sem lögreglumaður. Frásögn sem lætur engan ósnortin. Fyrsta bók frænda sem er kominn á tíræðisaldur,“ segir […]
Salsagengi og „tvíbbar“ í vélarrúmi Gullbergs

Efni standa til þess að stigin séu spor í salsadansi í vélarrúmi Gullbergs VE-292 þegar þannig stendur á. Víst er að fá ef nokkur önnur skip í íslenska flotanum eru mönnuð til slíkra hluta. Reyndar á það kannski við um allt Evrópska efnahagssvæðið og þótt víðar væri leitað að vandfundnir eru vélstjórar sem hafa tileinkað […]
Marhólmar efstir í flokki meðalstórra fyrirtækja

Matvælafyrirtækið Marhólmar ehf. vermir efsta sætið á lista „topp tuttugu“ meðalstórra fyrirtækja á nýbirtum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022. Á samanlögðum lista allra 875 framúrskarandi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu eru Marhólmar í 119. sæti. Óhætt því að óska Marhólmafólki til hamingju með framúrskarandi árangur! Í tilefni dagsins birtum við […]
Vellíðan – grundvöllur að námi

Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna gerir hvað þau geta til að öllum líði sem […]
Kveikjum neistann í GRV – Málþing í dag

Verkefni sem vakið hefur athygli víða um heim Síðasta haust fór af stað í fyrsta bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) þróunarverkefnið „Kveikjum neistann!“. Eitt af grunnmarkmiðum þess er að efla nemendur í lestrarfærni og almennri grunnfærni í skóla. Verkefnið er viðamikið og margir koma þar að en Hermundur Sigmundsson, prófessor leiðir það í samvinnu við […]
Eldheimar – Sýning til heiðurs náttúruvísindamanninum Daníel Solander

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að í ár eru 250 ár liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Sýningin opnar í Eldheimum í dag kl 17:00. Að þessu tilefni verða opnaðar tvær sýningar: Solander 250: Bréf frá Íslandi og Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy, […]