Steinlágu fyrir fyrir Haukum í Hafnarfirði

Eyjamenn sáu aldrei til sólar þegar þeir mættu Haukum í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Haukar hafa verið í basli það sem af er en náðu að lyfta sér úr fallsæti með sætum sigri ÍBV, 38:28. ÍBV er í sjötta sæti Olísdeildarinnar og því engin ástæða til að örvænta en þeir eiga erfiðan leik […]
Góður sigur Eyjakvenna á Fram

Eftir að hafa verið rétt á hælum Fram á útivelli í Olísdeildinni tóku Eyjakonur við sér í seinni hálfleik og unnu 27:25. Fram náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik og var staðan 16:13 í leikhléi. Fram leiddi lengst af í fyrri hálfleik og náði þar mest fjögurra marka forskoti. Fram leiddi 16:13 í […]
Óli í Vatnsdal með sína fyrstu bók 91árs

Ólafur Sigurðsson í Vatnsdal og seinna Stapa, vörubílsstjóri, lögregluvarðstjóri, trillukarl, listmálari og ekki síst sagnamaður kynnti bók sína, Undir gjallregni í Eldheimum fyrir skömmu. Vel var mætt og við hæfi að kynna bók um Heimaeyjargosið í Eldheimum. Óli er 91 eins árs en bar það ekki með sér þegar hann kynnti bókina sem er persónuleg […]
Hermann Þór frá Sindra til ÍBV

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl. Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Velkominn til ÍBV! Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af […]
Auðlindin okkar – Fjörugur fundur í Eyjum

Þriðji fundurinn í fundaröðinni, Auðlindin okkar var haldinn í Vestmannaeyjum áttunda nóvember. Mæting var góð og fjörugar umræður þar sem komið var inn á flest það sem snýr að sjávarútvegi. Um hann segir á vef stjórnarráðsins: Líflegar umræður og skoðanaskipti áttu sér stað á vel sóttum þriðja fundi fundaraðarinnar Auðlindin okkar sem haldinn var 8. nóvember í […]
Markmannsþjálfarinn Mikkel áfram hjá ÍBV

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um eitt ár og kemur því til með að vera áfram markmannsþjálfari meistaraflokkanna á næstu leiktíð. Mikkel sem er 31 árs kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð og sinnti starfi markmannsþjálfara meistaraflokks karla og kvenna, auk þess var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Mikil ánægja […]
Erna Kristín framlengir

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023. Kristínu þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði […]
Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]
VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]
Minna Ágústsdóttir ráðin forstöðumaður Visku

Minna Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Visku. Minna er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu í grunnskóla og leikskóla undanfarin ár ásamt því að vera einkaþjálfari og reka eigið heilsueflandi fyrirtæki. Minna mun hefja störf 1. janúar 2023 og hefur stjórn Visku fulla trú á að menntun, reynsla og viðhorf hennar muni nýtast […]